Aníta kom í mark á 2:02,78 mínútum sem er rúmum tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Það setti hún einmitt í Mannheim fyrir ári síðan.
Tanja Spill frá Þýskalandi varð í öðru sæti, fjórum sekúndum á eftir Anítu og Renée Eyckens frá Belgíu í þriðja sæti.
Hér að neðan má sjá myndband af hlaupinu hjá Anítu í Mannheim.