Í lok þáttarins var hann spurður hvort hann útilokaði að bjóða sig fram til æðri embætta en borgarstjóra í framtíðinni. „Að verða forseti? Ég útiloka það ekki,“ var svar Jóns áður en hann skellti upp úr.
Í viðtalinu var víða komið við og lýsti Jón upplifun sinni, hvernig það var að taka þátt í pólitísku starfi. Hann sagðist hafa getað tekið pólitíska áhættu með nauðsynlegum gjaldskrárhækkunum, eitthvað sem hefðbundnir stjórnmálamenn hefðu ekki þorað að gera.
Jón var í þættinum til að auglýsa bók sem hann skirfaði og heitir Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World.
Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Visit NBCNews.com for breaking news, world news, and news about the economy