Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2014 13:00 Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum, flutti erindi á ráðstefnu Arion-banka um Drekasvæðið fyrir 2 árum. Mynd/Stöð 2. Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent