Styrmir Dan Steinunnarson, HSK, bætti í gær enn eitt Íslandsmet ungmenna í hástökki er hann keppti á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð.
Styrmir bar sigur úr býtum í flokki fimmtán ára og yngri með því að stökkva 1,94 m og var hann 12 cm á undan næsta manni.
Bætti hann þar með 36 ára gamalt Íslandsmet í sama aldursflokki en ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson setti það árið 1978 er hann stökk 1,93 m.
Styrmir bætti sinn besta árangur utanhúss um tíu sentímetra en hann á 1,91 m best innanhúss.
