Erlent

Kirkuk undir stjórn Kúrda

Randver Kári Randversson skrifar
Stjórnarherinn í Írak hefur flúið frá svæðinu í í grennd við Kirkuk.
Stjórnarherinn í Írak hefur flúið frá svæðinu í í grennd við Kirkuk. Vísir/AFP
Að sögn hersveita Kúrda er olíuborgin Kirkuk í norðurhluta Írak undir þeirra stjórn. BBC greinir frá þessu.

Kúrdar tóku borgina til að koma í veg fyrir að hún félli í hendur uppreisnarmanna íslamistasamtakanna ISIS. Stjórnarherinn hefur flúið svæðið í nágrenni Kirkuk undan árásum uppreisnarmanna, sem náð hafa nokkrum bæjum á svæðinu á sitt vald.

Talið er að uppreisnarmenn hyggist forðast bardaga við hersveitir Kúrda í norðurhluta landsins en ætli sér frekar að sækja í átt til höfuðborgarinnar Bagdad úr vestri, frá borginni Fallujah, sem þeir hafa á valdi sínu.

Kúrdar hafa lengi stefnt að því að borgin Kirkuk verði hluti af sjálfstjórnarsvæði þeirra í norðurhluta Írak.


Tengdar fréttir

Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram

Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×