Fréttamaður Sky stöðvarinnar lýsir greftri lögreglunnar sem nákvæmum og sagði þá leita í jörðu nálægt litlum gulum fánum sem búið var að koma fyrir. Nýja leitarsvæðið hefur verið kortlagt og hafa leitarhundar verið fengnir á svæðið.
Í það minnsta 30 lögreglumenn eru á svæðinu og hefur Sky heimildir fyrir því að fornleifarfræðingar séu einnig á svæðinu lögreglumönnunum til aðstoðar. Þeir leita með radar sem greinir jarðlög.
Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp miklar upplýsingar um leitina.
