Viðskipti innlent

Allir sýknaðir í Aurum-málinu

Fanney Birna Jónsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifar
Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins.

Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd.

Sakborningarnir mættu ekki til að vera viðstaddir dómsuppsöguna. 

Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.

Farið var fram á sex ára fangelsi yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra, en fjögurra ára fangelsi yfir þeim Jóni Ásgeiri, einum stærsta eiganda bankans, Magnúsi Arnari, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs, og Bjarna Jóhannessyni, fyrrverandi viðskiptastjóra.

Fulltrúi sérstaks saksóknara sagði að embættið myndi núna skoða dóminn og taka ákvörðun í framhaldinu. Niðurstaðan værri ekki í takt við það sem lagt var upp með þar á bæ en endanleg ákvörðun um áfrýjun er í höndunum á ríkissaksóknara.

visir/vilhelm
visir/vilhelm

Tengdar fréttir

Fá að bera vitni símleiðis frá Dubai

Dómari í Aurum málinu hefur úrskurðað að heimilt sé að taka símaskýrslu af tveimur vitnum sem búsett eru í Dubai. Þá var kröfu sérstaks saksóknara um að fá að taka skýrslu af fleiri vitnum, hafnað.

Bjarni Ármannsson þarf að bera vitni

Sjö fyrrverandi sjórnendur Glitnis þurfa að bera vitni í Aurum Holding-málinu auk tveggja forsvarsmanna skartgripafyrirtækis í Duabi.

Báru vitni frá Dubai

Báðir sögðu að verðið á Aurum, 100 milljónir sterlingspunda hefði komið frá félaginu sjálfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×