Innlent

Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni Kims Grams Laursens, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, um að fá þrjú börn sín afhent.

Kim höfðaði mál gegn Barnaverndarnefnd Reykjavíkur en samkvæmt Hæstarétti hefði hann átt að beina málinu að ömmu barnanna, en Hæstiréttur snéri við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum var áfrýjað til hæstaréttar sem hefur nú kveðið upp dóm sinn.

Kim og Hjördís hafa átt í áralangri forræðisdeilu vegna barnanna sem Kim hefur nú löglega forræðið yfir, en Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens í rúma tvo mánuði fyrir ólöglegt brottnám á börnunum frá Danmörku til Íslands síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Hjördís áfrýjar ekki

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mun ekki áfrýja 18 mánaða fangelsisdómi danskra dómstóla vegna forræðisdeilu. Hún vill fá að afplána dóminn á Íslandi.

Dætur Hjördísar fara til Danmerkur

Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku.

Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur

Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress.

Hjördís Svan afhent dönskum yfirvöldum - Hafa kært úrskurðinn

Lögmenn Hjördísar Svan, forsjárlausrar móður þriggja barna sem fór með þau frá Danmörku til Íslands í haust, hafa kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hún skuli afhent dönskum yfirvöldum á grundvelli handtökuskipunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×