Gaupi spáir í spilin Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. júní 2014 19:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport og Bylgjunni. Vísir/Vilhelm Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Vísir fékk Guðjón Guðmundsson til þess að spá í leik Íslands og Bosníu sem fer fram á morgun í Sarajevo. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fer fram í janúar næstkomandi. Guðjón hefur mikla reynslu af því að fjalla um íslenska handboltalandsliðsins og hefur fylgt því á fjöldamörg stórmót í gegnum árin. Hann var þar að auki aðstoðarmaður Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfara á sínum tíma. „Það sem ég óttast mest á morgun að þeir spili framliggjandi vörn, 5-1 eða 3-2-1 sem strákunum tókst illa að leysa í æfingarleikjunum gegn Portúgal á dögunum. Einföld 6-0 vörn myndi sennilega henta okkur betur. Þegar lið spila framliggjandi varnir þá þarf að spila mjög vel, eitthvað sem liðið gerði ekki gegn Portúgal.“ Guðjón býst við erfiðum leik á morgun og gríðarlegri stemmingu í höllinni í Sarajevo. „Þetta er erfiður útivöllur að fara á, þeir spila þetta á stemmingunni. Það hefur verið góð stemming á Balkanskaganum fyrir handboltanum lengi. Það verður erfitt en mikilvægt að ná úrslitum, þetta snýst aðallega um okkar leik, hvort við getum stjórnað leiknum.“ „Bosnía er með betra lið en margir halda þótt að það vanti Mirsad Terzic, leikmann Veszprém. Það eru öflugir leikmenn í öllum stöðum vallarins. Bosnía hefur verið í vandræðum með að fá sína bestu menn til að spila fyrir liðið.“ „Marko Panic, leikstjórnandi Chambery í Frakklandi, Mohamed Toromanović, leikmaður Wisla Plock og fleiri verða með á morgun. Það eru margir gríðarlega öflugir leikmenn í mörgum stöðum og eru sterkir heima fyrir.“ Markvarslan verður lykilatriði í leiknum á morgun. „Ég hef örlitlar áhyggjur af markvörslunni en hún hefur yfirleitt verið hvað best þegar maður efast markmennina. Vonandi skilar leikreynslan okkur í gegnum þetta.“ Guðjón telur að fjarvera Terzic sé af sömu stærðargráðu og fjarvera Arons Pálmarssonar í íslenska liðinu. „Breiddin í liðinu okkar er einfaldlega ekki nægilega mikil. Málið leystist alveg ótrúlega vel á Evrópumótinu í Danmörku en það þarf að vera hægt að leysa þetta betur en við höfum verið að gera. Tíminn er eflaust kominn fyrir yngri leikmennina að stíga upp og taka við keflinu.“ „Einhvertímann þarf það að gerast en á morgun tel ég að mikilvægt sé að spila þetta á okkar reyndasta liði.“ sagði Guðjón að lokum en hann mun lýsa leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Leikurinn hefst klukkan 18.15 á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Þjálfari Bosníu ætlar að koma Aroni á óvart Þjálfari Bosníu, Dragan Markovic, er brattur fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en hann hefur fulla trú á sínu liði. 6. júní 2014 11:45