Valfrelsi er forsenda bættra lífskjara Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. maí 2014 11:25 Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar