Valfrelsi er forsenda bættra lífskjara Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 30. maí 2014 11:25 Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem skilur Sjálfstæðisflokkinn frá öðrum flokkum í borgarstjórnarkosningunum er að flokkurinn býður borgarbúum upp á raunverulegt valfrelsi í leik og starfi. Öll viljum við velja með hvaða hætti við ferðumst á milli staða í daglegu amstri, leik og starfi. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir að raunverulegir valkostir um mismunandi samgöngumáta verði fyrir hendi. Tryggja þarf þó að auknir möguleikar eins samgöngumáta, skerði ekki möguleika einhvers annars. Það er engin tilviljun að fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallslega minnst í Reykjavík. Þá þróun má fyrst og fremst rekja til þess að verulega hefur vantað upp á það, að Reykjavíkurborg með Samfylkingu í fararbroddi hefur ekki sinnt því sem skyldi að tryggja nægt framboð lóða á viðráðanlegu verði. Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að fólk hafi val um búsetuform og í hvaða borgarhluta það kýs að búa. Tryggja þarf jafna möguleika á búsetu í þeim borgarhluta er það kýs að búa í. Nægt framboð lóða sem víðast í borgarlandinu á viðráðanlegu verði, líka í úthverfum mun tryggja raunverulegt valfrelsi fólks varðandi búsetuform og staðsetningu. Auka þarf valfrelsi foreldra barna á báðum skólastigum varðandi val á þeim skólum sem börnin þeirra hafa möguleika á að sækja. Það verður best tryggt með því að sem fjölbreyttast rekstrarform verði á skólum í borginni. Nýta þarf til fullnustu allt það rými sem skólar hafa til þess að skapa sér sérstöðu meðal annarra skóla. Einng þarf að stórefla samstarf og samráð skóla og foreldrafélaga. Að foreldrar verði upplýstir um stöðu skóla barna þeirra gagnvart öðrum skólum í borginni. Foreldrar eiga jú fullan rétt á því að vita hvar skóli barna þeirra stendur í samanburði við aðra skóla í borginni. Tryggja þarf fötluðum og öldruðum eins fjölbreytta þjónustukosti og hægt er. Tryggja þarf að fé fylgi þörf svo þeir einstaklingar sem eftir þjónustu sækjast geti sótt sér þá þjónustu þar sem þeim best hentar. Til þess að tryggja sem mest valfrelsi þarf að auka samkeppni á sem flestum sviðum þjónustu við borgarbúa. Án samkeppni og margbreytilegra kosta, er ekkert valfrelsi. Valfrelsi þrífst best í fjölbreytilegu umhverfi fjölbreyttra kosta. Þess vegna mun Sjálfstðisflokkurinn berjast fyrir heilbrigðri samkeppni og sem fjölbreyttustum valkostum um þjónustu við borgarbúa. Það er skilvirkasta og hagkvæmasta leiðin til þess að útrýma biðlistum á öllum sviðum þjónustu er borgin veitir borgarbúum. Næstkomandi laugardag mun þér, kjósandi góður, verða boðið til mikillar lýðræðisveislu með fjölmörgum valkostum. Eina leiðin til þess að tryggja raunverulega valkosti í leik og starfi, er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar