Góður bær fyrir fjölskyldur Almar Guðmundsson skrifar 30. maí 2014 11:50 Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi. Hjá Garðabæ er þjónusta við barnafjölskyldur í öndvegi. Lögð hefur verið rík áhersla á uppbyggingu í skólamálum, hvort sem horft er á mannvirkin eða innra starfið. Sama á við um íþrótta- og æskulýðsmál.Að búa til dæmi sem skila æskilegri niðurstöðu Samfylkingin slær því upp í auglýsingu í síðasta Garðapósti að það sé dýrara fyrir barnafjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík og birtir súlurit til að rökstyðja þá staðhæfingu. Það er rétt að í sumum tilfellum er dýrara fyrir sumar fjölskyldur að búa í Garðabæ en í Reykjavík en á sama hátt er í öðrum tilfellum dýrara að búa í Reykjavík. Samsetning gjalda er ólík á milli sveitarfélaga og það fer eftir aðstæðum og samsetningu fjölskyldna hverju sinni hvar er ódýrast að búa. Auðvelt er að gefa sér forsendur og búa til dæmi út frá þeim til að komast að þeirri niðurstöðu sem menn hafa fyrirfram gefið sér.Dæmið snýst við þegar þriðja barnið bætist við Í dæminu sem Samfylkingin tók eru borin saman gjöld fjögurra manna fjölskyldu með 800 þúsund króna tekjur, eitt barn í leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Lítum nú á hvernig myndin breytist ef eitt barn bætist við í fjölskylduna. Nú þurfa foreldrarnir að greiða gjald fyrir vistun hjá dagforeldri auk gjalda fyrir leikskóla og mat og tómstundaheimili í grunnskóla. Í því tilfelli snýst dæmið við. Núna er það 15.600 krónum ódýrara fyrir fjölskylduna að búa í Garðabæ en í Reykjavík á mánuði, sem gerir tæplega 190 þúsund krónur á ári. Eins má líta á fjölskyldu með sömu tekjur og tvö börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla. Sú fjölskylda sparar um 200 þúsund krónur á ári með því að búa í Garðabæ, frekar en Reykjavík sem gerir 16.800 kr. á mánuði.Meira val og örugg þjónusta Einnig er rétt að hafa í huga: Garðabær gerir samninga við dagforeldra um hámarksgjöld sem dagforeldrar mega innheimta. Útgangspunkturinn er að vistun hjá dagforeldrum kosti það sama og leikskóladvöl og foreldrar hafi því raunverulegt val um vistunarkost fyrir barn sitt. Í Reykjavík er ekkert þak á því gjaldi sem dagforeldrar geta sett upp. Garðabær veitir 50% systkinaafslátt af gjaldi tómstundaheimila ef barnið á systkini hjá dagforeldri eða í leikskóla. Reykjavíkurborg veitir ekki afslátt af gjaldi í frístund þótt systkini sé á leikskóla eða hjá dagforeldri. Leikskólar Garðabæjar eru opnir allt árið og foreldrar geta valið hvenær leikskólabarnið tekur sumarleyfi. Í Reykjavík loka leikskólar í mánuð yfir sumartímann. Hjá Garðabæ hafa foreldrar val um kaup á einstaka máltíðum í grunnskólum og um tímafjölda sem barnið dvelur á tómstundaheimili. Í Reykjavík þarf að kaupa áskrift alla daga vikunnar að mat og tiltekinn fjölda tíma í frístund. Í Garðabæ komast öll börn á leikskóla sem eru orðin 18 mánaða að hausti og öll börn sem þess óska komast á tómstundaheimili strax þegar skólinn hefst að hausti. Iðulega sjást fréttir í byrjun skólaárs um erfiðleika við að manna tómstundaheimili í Reykjavík og þann vanda sem fjölskyldur lenda í vegna þess. Lágt útsvar gagnast öllum Einnig er rétt að benda á að Reykjavík sker sig verulega frá öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar gjaldskrá leikskóla. Gjaldskrá Garðabæjar fyrir leikskóla er mjög sambærileg því sem gerist hjá Hafnarfirði og Mosfellsbæ svo dæmi séu tekin og því væri samanburðurinn enn hagstæðari fyrir Garðbæinga ef litið væri til fleiri sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Að lokum má ekki horfa framhjá því að lágt útsvar gagnast öllum fjölskyldum, líka þeim sem eiga börn sem eru vaxin upp úr því að vera á leikskóla eða á tómstundaheimili. Það er gott að búa í Garðabæ, á öllum æviskeiðum og fyrir allar fjölskyldur. Fjölskylda með eitt barn hjá dagforeldri, eitt barn á leikskóla og eitt barn í grunnskóla. Fjölskylda með eitt barn hjá dagmömmu og eitt barn í leikskóla.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun