Traust Gísli H. Halldórsson skrifar 30. maí 2014 12:23 Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar