Af hverju ættir þú að kjósa Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir og Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skrifar 31. maí 2014 14:18 Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í komandi sveitarstjórnarkosningum erum við borgarbúar heppnir. Við erum heppnir því mikið framboð er af flokkum sem láta sig velferð og mannréttindi varða. Margt er líkt með framboðum Vinstri Grænna, Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Pírata. Í þessum flokkum er fólk sem forgangsraðar í þágu velferðar- og lýðræðismála. En hvað greinir Dögun frá öðrum velferðarflokkum? Það er spurning sem við höfum fengið reglulega síðustu vikur og ætlum að leitast við að svara hér. Dögun er stjórnmálaafl sem varð til úr búsáhaldabyltingunni í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Markmiðið með stofnun flokksins var að svara þeirri kröfu sem upp kom í samfélaginu um endurnýjum í stjórnmálum. Flokkinn skipaði fólk sem var þreytt á þeirri spillingu og sérhagsmunapólitík sem tíðkast hafði á Íslandi um árabil. Dögun leggur mikla áherslu á lýðræði líkt og Píratar gera. Við teljum að með auknu íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu megi bæði spara fjármuni og byggja betra samfélag í samvinnu við borgarbúa. Dögun á margt sameiginlegt með hinum velferðarflokkunum. Dögun vill, eins og hinir flokkarnir, forgangsraða í þágu barnafjölskyldna, aldraða o.s.frv. Munurinn felst er sá að Dögun er með róttækari áherslur í flestum málum. Við viðurkennum og viljum takast á við þann alvarlega félagslega vanda sem er í Reykjavík. Við viljum standa vörð um þá sem eru hvað verst settir í Reykjavík og er það þungamiðja stefnu okkar. Komumst við að í Borgarstjórn lofum við að:Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir skipar 4. sæti á lista Dögunar í Reykjavík.Að utangarðsfólk njóti sömu mannréttinda og sama aðgengis að heilbrigðisþjónustu og aðrir.Að sett verði á fót öldungaráð og í það kosið af íbúum 60 ára og eldri. Öldungaráð hafi aðkomu að málefnum eldri borgara í Reykjavík og fái öll mál til umsagnar sem hópinn varða.Vinna gegn fordómum vegna kynhneigðar og að Reykjavíkurborg virði réttindi hinsegin fólks.Bæta stöðu umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda.Að biðlisti til félagslegs húsnæðis verði tæmdur á kjörtímabilinu. Að íbúar hverfanna kjósi hverfisráð beint og að hluti fulltrúa hverfanna fái sæti í borgarstjórn.Að 15-25% fjárhagsáætlunar borgarinnar verði unnin með beinni aðkomu íbúanna.Virða Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna í hvívetna.Auka framlög til skóla og fækka í bekkjum.Tryggja aðgengi fatlaðra og fjölga stuðningsfulltrúum - ,,Skóli fyrir alla“ Dögun hefur það ef til vill fram yfir aðra að vera með skýra stefnu um það hvernig eigi að standa við gefin loforð – og við leyfum okkur einnig að vera svolítið rótæk í þeim málum. Við viljum fjármagna velferð og mannréttindi með lýðræðislegu bankakerfi og stofna svokallaðan borgarbanka (https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/) Þá sýnir Dögun trúfrelsi í verki þar sem að á lista Dögunar í Reykjavík er alls konar fólk sem aðhyllist alls konar trú eða er trúlaust. Við mismunum ekki fólki og berjumst fyrir því að Reykjavíkurborg fylgi mannréttindastefnu sinni. Dögun er umfram allt grasrótarflokkur sem hefur að skipa hugsjónafólki úr ýmsum áttum. Sem dæmi hafa þrír af frambjóðendum Dögunar fengið tilnefningar, styrki og verðlaun fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum utangarðsfólks og gegn fordómum. Við vonum kæri kjósandi að þetta séu mál sem skipta þig máli og hugleiðir það alvarlega að gefa Dögun tækifæri á að vinna að hagsmunum okkar allra.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun