Reykjavík síðdegis: „Er þetta það sem konur mega eiga von á?“ Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason skrifar 31. maí 2014 16:12 Sveinbjörg greiðir atkvæði í dag. Vísir/Pjetur „Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ég hef það bara fínt,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Þetta er búið að vera ofboðslega góður dagur og skemmtilegar fimm vikur að baki. Þannig að nú ætlum við að fagna og uppskera með góðum vinum.“ Í dag vakti talsverða athygli skopmynd Gunnars Karlssonar í Fréttablaðinu, sem Sveinbjörg segist ekki hafa séð fyrr en í hádeginu. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að sjá mig teiknaða með þeim hætti sem er gert í fjölmiðlinum. Þetta var svona smá högg í hjartað. En þetta er svona spurning, er þetta það sem konur mega eiga von á ef þær skella sér út í pólítík? Og ætla að opna umræðu um mál sem brennur á borgarbúum? Það er ekki nema von að hinn þögli meirihluti stækki mjög ört, því að fólk hræðist nákvæmlega þetta. En maður tekur að sér að vera skipstjóri á skipi og auðvitað kemur á það brotsjór og við siglum þær leiðir sem við ætluðum að fara. Ég lít á það þannig að nú séum við í innsiglingunni og við þurfum stuðning kjósenda til að sigla þessu skipi í höfn. Við erum eini flokkurinn sem skipar konum í fjórum efstu sætunum, við erum að brjóta blað í sögu Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þetta er bylmingshögg sem við fáum, þrátt fyrir að hafa reynt að tala málefnalega og aldrei farið með neitt illt í umræðuna.“ Hún segir að ef hún fengi aftur boðið um að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum hefði hún örugglega gert það. „Vegna þess að ég er að bjóða mig fram, ég er ný í pólítík. Minn karakter er enn mjög ljós og skín í gegn, það hefur aldrei tekist að ala mann nógu mikið upp til að gangast undir hæl á einhverjum. Mínar skoðanir endurspeglast í persónunni minni og fyrir það stend ég, og það er það sem ég er að bjóða Reykvíkingum. Ég er að sækja um vinnu hjá ykkur í dag og ég er viss um að það eru margir sem vilja ráða mig í vinnu.“ Hún vill ekki gefa upp hversu mörgum fulltrúum hún vonast til að ná inn í kosningum. „Þetta er í höndum kjósenda. Við sjáum bara til hvernig fer.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42 Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28 RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30 Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34 RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
RS á kjörstað: „Nú er bara að bíða og sjá“ Sóley Tómasdóttir segir að málefni og áherslur Vinstri grænna eigi fullt erindi inn í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. 31. maí 2014 12:42
Reykjavík Síðdegis á kjörstað: Lítið talað um öryrkja, aldraða og fátæka Þorleifur Gunnlaugsson er sáttur með vinnu Dögunar og segir mjög góðan hóp fólks í flokknum. 31. maí 2014 15:28
RS á kjörstað: „Þetta er nú bara gott fótboltaveður“ Dagur B. Eggertsson hvetur alla til að mæta og kjósa í Reykjavík síðdegis. 31. maí 2014 10:30
Reykjavík síðdegis á kjörstað: "Ég hef grun um að mér muni líka þetta vel“ Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að fyrir almenningi hafi kosningabaráttan í raun hafist fyrir stuttu. 31. maí 2014 14:34
RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ Halldór Halldórsson kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. 31. maí 2014 11:30