Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2014 13:25 #selfiesveit - við Tryggur á bæjarhlaðinu í Miklaholti. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Óttar Bragi kemur úr Miklaholti í Biskupstungum. Hann stundaði allt sitt skyldunám við grunnskólann í Reykholti. Fyrst í gamla skólanum sem nú hýsir leikskólann Álfaborg og síðar í nýja grunnskólanum. Að loknu grunnskólaprófi lá leiðin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Eftir nokkurra anna nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands ákvað Óttar Bragi að fylgja hjartanu og skella sér í Bændaskólann að Hvanneyri. Að loknu búfræðinámi kom hann að búi með foreldrum sínum en stundaði girðingaverktöku á sumrin meðfram bústörfunum. Í dag er Óttar Bragi kúabóndi í Miklaholti í samstarfi við foreldra sína og sambýliskonu sína, Line L. Christiansen. Þau Line eiga saman einn son á grunnskólaaldri en Óttar Bragi átti tvö börn fyrir frá fyrra sambandi. Ég hef löngum verið virkur í félagsmálum og samfélagsmálum í heild sinni. Það má eiginlega segja að öll mín áhugamál snúi annaðhvort að bústörfum eða að félagsmálum. Ég er á því að það þýði ekkert fyrir mig að sitja heima og kvarta yfir hlutunum, ég þarf að fara út og gera eitthvað í málunum. Þess vegna hefur virkað vel fyrir mig að skella mér í félagsstörfin og hafa áhrif. Við búum í fjölbreyttu og góðu samfélagi, en fjölbreytt samfélag getur orðið fjölbreyttara og gott samfélag getur orðið enn betra og þar tel ég mig geta lagt mitt af mörkum. Nú tel ég hins vegar tímabært að stíga skrefið til fulls og hafa áhrif með hagsmuni allra íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi. Þess vegna býð ég mig nú fram sem oddvitaefni Þ-listans í Bláskógabyggð. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Allar náttúruperlur bláskógabyggðar. Hundar eða kettir? Það er bara einn besti vinur mannsins. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Heimaalið lamb eða naut. Hvernig bíl ekur þú? Dodge Ram, það er samt eiginlega dráttavél, svo fæ ég stundum bílinn hjá konunni, það er Hundai jepplingur. Besta minningin? Allar tengdar fjölskyldunni, þegar við gerum eitthvað saman hlæjum og höfum það gott. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei en ég hef verið stöðvaður af henni þegar ég keyrði of hratt við Ingólfsfjall á hraðferð með konuna á fæðingardeildina. Hverju sérðu mest eftir? Hárinu. Draumaferðalagið? Þessa stundina er það Róm. Og kannski Grænland. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já, en það var fyrir allar reglugerðir og rotþrær þannig að það brot er fyrnt. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég áði í skála uppi á hálendi vegna girðingavinnu á sama tíma og upptaka stefnumótaþáttarins Djúpa laugin fór þar fram. Stöðvaði alla hugsanlega rómantík sem átti að eiga sér stað. Hefur þú viðurkennt mistök? já. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni, börnunum og búskapnum. Þetta persónulega, en svo er ég náttúrulega að rifna af stolti yfir þessu framboði og fólkinu sem er á þessum lista. Like á það. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. #selfieífjósi - við morgunverkin í fjósinu. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Bláskógabyggð Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Óttar Bragi kemur úr Miklaholti í Biskupstungum. Hann stundaði allt sitt skyldunám við grunnskólann í Reykholti. Fyrst í gamla skólanum sem nú hýsir leikskólann Álfaborg og síðar í nýja grunnskólanum. Að loknu grunnskólaprófi lá leiðin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Eftir nokkurra anna nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands ákvað Óttar Bragi að fylgja hjartanu og skella sér í Bændaskólann að Hvanneyri. Að loknu búfræðinámi kom hann að búi með foreldrum sínum en stundaði girðingaverktöku á sumrin meðfram bústörfunum. Í dag er Óttar Bragi kúabóndi í Miklaholti í samstarfi við foreldra sína og sambýliskonu sína, Line L. Christiansen. Þau Line eiga saman einn son á grunnskólaaldri en Óttar Bragi átti tvö börn fyrir frá fyrra sambandi. Ég hef löngum verið virkur í félagsmálum og samfélagsmálum í heild sinni. Það má eiginlega segja að öll mín áhugamál snúi annaðhvort að bústörfum eða að félagsmálum. Ég er á því að það þýði ekkert fyrir mig að sitja heima og kvarta yfir hlutunum, ég þarf að fara út og gera eitthvað í málunum. Þess vegna hefur virkað vel fyrir mig að skella mér í félagsstörfin og hafa áhrif. Við búum í fjölbreyttu og góðu samfélagi, en fjölbreytt samfélag getur orðið fjölbreyttara og gott samfélag getur orðið enn betra og þar tel ég mig geta lagt mitt af mörkum. Nú tel ég hins vegar tímabært að stíga skrefið til fulls og hafa áhrif með hagsmuni allra íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi. Þess vegna býð ég mig nú fram sem oddvitaefni Þ-listans í Bláskógabyggð. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Allar náttúruperlur bláskógabyggðar. Hundar eða kettir? Það er bara einn besti vinur mannsins. Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Heimaalið lamb eða naut. Hvernig bíl ekur þú? Dodge Ram, það er samt eiginlega dráttavél, svo fæ ég stundum bílinn hjá konunni, það er Hundai jepplingur. Besta minningin? Allar tengdar fjölskyldunni, þegar við gerum eitthvað saman hlæjum og höfum það gott. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei en ég hef verið stöðvaður af henni þegar ég keyrði of hratt við Ingólfsfjall á hraðferð með konuna á fæðingardeildina. Hverju sérðu mest eftir? Hárinu. Draumaferðalagið? Þessa stundina er það Róm. Og kannski Grænland. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já, en það var fyrir allar reglugerðir og rotþrær þannig að það brot er fyrnt. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég áði í skála uppi á hálendi vegna girðingavinnu á sama tíma og upptaka stefnumótaþáttarins Djúpa laugin fór þar fram. Stöðvaði alla hugsanlega rómantík sem átti að eiga sér stað. Hefur þú viðurkennt mistök? já. Hverju ertu stoltastur af? Fjölskyldunni, börnunum og búskapnum. Þetta persónulega, en svo er ég náttúrulega að rifna af stolti yfir þessu framboði og fólkinu sem er á þessum lista. Like á það. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. #selfieífjósi - við morgunverkin í fjósinu.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Bláskógabyggð Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Helgi Kjartansson, sem leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 13:37