Liður í því gæti að hans mati verið að selja hluta fyrirtækisins. Nefndi hann lífeyrissjóðina sem ákjósanlega kaupendur í því samhengi.
Eygló skrifaði á facebook síðu sína í morgun um málið og þar er hún afdráttarlaus:
„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Það virðist því ljóst að eining ríkir ekki í ríkisstjórninni um þessa hugmynd fjármálaráðherra.