Erlendir svikahrappar halda vöku fyrir Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2014 14:57 VISIR/AFP Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Súrínam Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Undanfarið hafa símnotendur á Íslandi fengið undarlegar hringingar um miðjar nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ráðlagt Íslendingum að svara ekki þessum símtölum og ekki hringja í þau til baka. Grunur liggur á að hér séu á ferðinni erlendir svikahrappar sem reyna að hafa fé út úr íslenskum símanotendum þar sem tilgangurinn er að fá viðkomandi til að hringja tilbaka. Þeir sem fá þessar hringingar bera þó engan kostnað af þeim, jafnvel þótt þeim sé svarað. Númerin sem hringt er úr eru svokölluð gjaldnúmer og kostnaðurinn við að hringja í þau „væntanlega hár,“ eins og lögreglan komst að orði í Facebook-færslu sinni. Einnig hefur borið á því að íslenskir símnotendur fái SMS á bjagaðri íslensku þar sem þeir eru beðnir um að hringja í ákveðin númer. Þessi númer eru nær undantekningarlaust hágjaldanúmer sem dýrt er að hringja í. Fjölmargir hafa lýst upplifun sinni af þessum hringingum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ljóst er að hringingar og sms-sendingar þrjótanna eru víðtækar. Hafa sumir jafnvel fengið á annan tug símtala frá númerum sem skráð eru víðsvegar um hnöttinn, allt frá Suður-Kóreu til Súrínam og gerir þessi gífurlega dreifing símanúmerana nær ómögulegt fyrir símafyrirtæki að loka á ákveðin númer. Þessar hringingar eru þó ekki bundnar við Ísland eða ákveðin símafélög, því fregnir berast af svipuðum málum víða um heim þessa dagana. Því er brýnt fyrir íslenskum símanotendum að bregðast ekki við slíkum vafasömum SMS-sendingum eða hringja í óþekkt erlend númer. Jafnframt er æskilegt að upplýsa eldri og yngri símaeigendur um hættuna sem því kann að fylga. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni að svo stöddu er að setja símann á hljóðlausa stillingu á næturnar svo hægt sé að koma í veg fyrir truflun á nætursvefni. Hér að neðan má sjá Facebook-færslu lögreglunnar og dæmi um óprúttna sms-sendingu. Post by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Súrínam Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira