Fótbolti

Aron fer á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins.

Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, tilkynnti lokahóp sinn í kvöld og valdi hann Aron sem einn af fjórum framherjum liðsins.

Aron er sem dæmi í hópnum frekar en Landon Donovan sem er einn frægasti knattspyrnumaður Bandaríkjanna fyrr og síðar.

Framherjarnir Terrence Boyd og Landon Donovan, miðjumennirnir Joe Corona og Maurice Edu sem og varnarmennirnir Brad Evans, Clarence Goodson og Michael Parkhurst duttu allir út en þeir höfðu verið í æfingahópnum.

Aron hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir Bandaríkin og skorað í þeim eitt mark. Markið hans kom á móti Panama í undankeppni HM.

Bandaríkin er í riðli með Þýskalandi, Portúgal og Gana en fyrsti leikur liðsins verður á móti Gana 16. júní. Allir leikir bandaríska landsliðsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.



Bandaríski hópurinn á HM í Brasilíu 2014:

Markverðir (3): Brad Guzan (Aston Villa), Tim Howard (Everton), Nick Rimando (Real Salt Lake)

Varnarmenn (8): DaMarcus Beasley (Puebla), Matt Besler (Sporting Kansas City), John Brooks (Hertha Berlin), Geoff Cameron (Stoke City), Timmy Chandler (Nürnberg), Omar Gonzalez (LA Galaxy), Fabian Johnson (Borussia Mönchengladbach), DeAndre Yedlin (Seattle Sounders FC)

Miðjumenn (8): Kyle Beckerman (Real Salt Lake), Alejandro Bedoya (Nantes), Michael Bradley (Toronto FC), Brad Davis (Houston Dynamo), Mix Diskerud (Rosenborg), Julian Green (Bayern Munich), Jermaine Jones (Besiktas), Graham Zusi (Sporting Kansas City)

Sóknarmenn (4): Jozy Altidore (Sunderland), Clint Dempsey (Seattle Sounders FC), Aron Jóhannsson (AZ Alkmaar), Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×