Fréttablaðið mismunar Dögun í Reykjavík Gunnar Hólmsteinn Ársælsson. skrifar 23. maí 2014 19:53 Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Það er grundvallarregla í frjálsum lýðræðisríkjum sem halda kosningar að raddir allra heyrist og sjónarmið allra komi fram. Enda eru fjölmiðlar þau tæki sem fólk reiðir sig á í þeim efnum. Því miður hefur verið mikill misbrestur á þessu í sambandi við kosningaumfjöllun Fréttablaðsins og sem snýr að því framboði sem undirritaður tilheyrir og heitir Dögun. Dögun býður nú fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar, en Dögun bauð einnig fram í síðustu alþingiskosningum . Dögun kemur fram sem svar við þeirri kröfu um endurnýjun sem kom fram eftir Hrunið árið 2008. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um hin ýmsu málefni í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, nú í heilsíðugreinum um til dæmis húsnæðismál (22.5) og skólamál (23.5). Í umfjöllun blaðsins er hinsvegar ekki minnst einu orði á menntastefnu Dögunar, en framboðið hefur móta sér viðamikla stefnu í öllum helstu málaflokkum sem snúa að íbúum Reykjavíkur. Dögun vill styrkja menntakerfið með ýmsum hætti, auka framlög til fjársveltra skóla og fækka í bekkjum. Framboðið vil tryggja að öll menntun og þjónusta tengd henni sé að í hverfum þar sem nemendur búa og Dögun vill efla til muna íslenskukennslu, bæði fyrir íslenska nemendur og þeirra sem eru af erlendum uppruna. Það eykur líkur á góðri aðlögun þeirra að íslensku samfélagi og minnkar brottfall úr námi. Þá vill Dögun einnig, ,,auka lýðræði og efla hvert skólasamfélag með aðkomu starfsfólks, foreldra, nemenda, nærumhverfis, þjónustumiðstöðva og hverfaráða.“ Einnig vil Dögun efla list og verkreinar í skólum og stuðla þannig að fjölbreyttara námi. Þetta er meðal annars það sem birta hefði átt í umfjöllun Fréttablaðsins um mennta og frístundastefnu Dögunar, en til þess að stytta þessa grein er ekki fjallað um það hér, heldur bendi ég lesendum á að lesa stefnuna á heimasíðu Dögunar, www.dogunreykjavik.is. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að öllum framboðum sé gert jafnhátt undir höfði í sambandi við borgarstjórnarkosningarnar, annað er mismunum. Í fjölmiðlalögum stendur þetta um lýðræðislegar grundvallarreglur: ,,Fjölmiðlaveita skal í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti auk þess að hafa í huga friðhelgi einkalífs. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun sinni um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram“ (feitletrun, GHÁ). Þetta hefur Fréttablaðið ekki gert í tilfelli Dögunar og væri áhugavert að heyra skýringar þar á bæ hversvegna svo er? Ef endurnýja á hið pólitíska kerfi, er það alger grundvallarforsenda að nýjar raddir og ný sjónarmið heyrist. Annars hjakkar allt í sama farinu. Er það vilji manna?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar