Ríkissaksóknari segir að greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. maí 2014 10:19 Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari. Ákvæðið sem notað var til þess að ákæra hjúkrunarfræðing á Landspítalanum fyrir manndráp af gáleysi gegn á jafnt við um alla, óháð starfsstétt og stöðu. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari lagði í síðustu viku fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar spítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést. Ríkissaksóknari ákvað leggja fram ákæru í málinu, þrátt fyrir að ekkja mannsins sem lést hafi ekki viljað kæra. Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða rútubílstjóra, flugmann, skipstjóra, verkstjóra, lækni, hjúkrunarfræðing eða einhvern annan. Greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi sem ekki getið orðið grundvöllur refsiábyrgðar. Í sakamálalögum er fjallað um ástæður sem leitt geta til þess að fallið sé frá því að sakamál sé höfðað þrátt fyrir að saksóknari telji málið líklegt til sakfellis. Í máli hjúkrunarfræðingsins og spítalans hafi engin þeirra atriða verið talin skipta máli. Meðal þess sem talið er upp í ákvæðinu er að ef sá sem kærður er og sá sem fyrir brotinu varð hafi komist að samkomulagi og hinn kærði hafi efnt það fyrri sitt leyti. Ef brot hefur valdið þeim sem kærður er óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því má falla frá saksókn, enda telja almannahagsmunir ekki að málið verið höfðað. Ákæran á hendur hjúkrunarfræðingnum og spítalanum er sú fyrsta af þessu tagi. Ákæran er mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði ákæruna vonbrigði. Í opinni öryggismenningu ættu heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer. Allt sem dragi úr vilja þeirra eða getu til þess sé afturför. Ákæran sé einnig vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall. Mál sem ákæruvaldið hefur haft til meðferðar og varða ætluð refsiverð brot starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið fátíð að því er fram kemur á vefsíðu ríkissaksóknara. Sönnunarstaðan í þeim málum sem þó hafa borist hafi verið þannig að málin voru felld niður á grundvelli sönnunarskorts. Markmiðið með ákvæðinu um manndráp af gáleysi sé að knýja menn til aukinnar aðgæslu innan sanngjarna marka. Ástæður aðgæsluskort skipti yfirleitt ekki máli við ákvörðun um hvort brot hafi verið framið. Hins vegar geti það haft áhrif þegar ákvörðun um refsingu er tekin. Flest mál sem hafa verið til meðferðar vegna manndráps af gáleysi eru vegna atvika í umferðinni. Fyrir liggja dómar Hæstaréttar og meðal þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eru rútubílstjóri, vörubifreiðarstjóri, strætisvagnstjóri og skólabílstjóri. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ákvæðið sem notað var til þess að ákæra hjúkrunarfræðing á Landspítalanum fyrir manndráp af gáleysi gegn á jafnt við um alla, óháð starfsstétt og stöðu. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissaksóknara. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari lagði í síðustu viku fram ákæru á hendur Landspítalanum og hjúkrunarfræðingi gjörgæsludeildar spítalans fyrir manndráp af gáleysi. Málið á rætur sínar að rekja til atviks sem átti sér stað árið 2012 sem varð til þess að maður lést. Ríkissaksóknari ákvað leggja fram ákæru í málinu, þrátt fyrir að ekkja mannsins sem lést hafi ekki viljað kæra. Um manndráp af gáleysi er fjallað í hegningarlögum og samkvæmt þeim er um refsivert gáleysi að ræða þegar sá sem átti að gera sér grein fyrir tilteknum ástæðum og bregðast við í samræmi við það hafi hins vegar ekki gætt þeirrar varkárni sem af honum eða henni má ætla. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða rútubílstjóra, flugmann, skipstjóra, verkstjóra, lækni, hjúkrunarfræðing eða einhvern annan. Greina þurfi refsisvert gáleysi frá óhappatilviljun og lítilfjörlegu gáleysi sem ekki getið orðið grundvöllur refsiábyrgðar. Í sakamálalögum er fjallað um ástæður sem leitt geta til þess að fallið sé frá því að sakamál sé höfðað þrátt fyrir að saksóknari telji málið líklegt til sakfellis. Í máli hjúkrunarfræðingsins og spítalans hafi engin þeirra atriða verið talin skipta máli. Meðal þess sem talið er upp í ákvæðinu er að ef sá sem kærður er og sá sem fyrir brotinu varð hafi komist að samkomulagi og hinn kærði hafi efnt það fyrri sitt leyti. Ef brot hefur valdið þeim sem kærður er óvenjulega miklum þjáningum eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því má falla frá saksókn, enda telja almannahagsmunir ekki að málið verið höfðað. Ákæran á hendur hjúkrunarfræðingnum og spítalanum er sú fyrsta af þessu tagi. Ákæran er mikið áfall fyrir starfsfólk spítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði ákæruna vonbrigði. Í opinni öryggismenningu ættu heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer. Allt sem dragi úr vilja þeirra eða getu til þess sé afturför. Ákæran sé einnig vegferðinni að öruggum spítala talsvert áfall. Mál sem ákæruvaldið hefur haft til meðferðar og varða ætluð refsiverð brot starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni hafa verið fátíð að því er fram kemur á vefsíðu ríkissaksóknara. Sönnunarstaðan í þeim málum sem þó hafa borist hafi verið þannig að málin voru felld niður á grundvelli sönnunarskorts. Markmiðið með ákvæðinu um manndráp af gáleysi sé að knýja menn til aukinnar aðgæslu innan sanngjarna marka. Ástæður aðgæsluskort skipti yfirleitt ekki máli við ákvörðun um hvort brot hafi verið framið. Hins vegar geti það haft áhrif þegar ákvörðun um refsingu er tekin. Flest mál sem hafa verið til meðferðar vegna manndráps af gáleysi eru vegna atvika í umferðinni. Fyrir liggja dómar Hæstaréttar og meðal þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eru rútubílstjóri, vörubifreiðarstjóri, strætisvagnstjóri og skólabílstjóri.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00 "Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08 Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19 Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök. 23. maí 2014 20:00
"Hún getur ekki verið ein ábyrg“ Landspítalinn og hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild spítalans voru í dag ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem kom upp á spítalanum í október 2012, en ekkja mannsins sem lést segist ósátt við ákæruna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir íslenskt heilbrigðiskerfi standa á krossgötum. 21. maí 2014 19:08
Hjúkrunarfræðingur ákærður - Ekkja mannsins vildi ekki kæra „Ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ 21. maí 2014 14:22
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Röð mistaka leiddi til andlátsins Mistök hjúkrunarfræðingsins áttu sér stað á kvöldvakt sem hún vann í beinu framhaldi af dagvakt. 22. maí 2014 16:19
Landlæknir setur spurningamerki við ákæru um manndráp Landlæknisembættið hefur skoðað kerfi Norðmanna þar sem mistök í heilbrigðisþjónustu er ekki tilkynnt til lögreglu nema grunur sé um glæpsamlegt athæfi. 23. maí 2014 07:00
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00