Fjölbreyttari ferðamáti, vinir einkabílsins eða bíllaus lífstíll? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2014 11:49 Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið!
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun