Höfum við efni á mannréttindum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 26. maí 2014 15:05 Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkar í framboði til sveitarstjórna keppast nú um að lofa að bæta mannréttindi ýmissa hópa eins og gengur rétt fyrir kosningar. Flestir þeirra hafa hins vegar gert það margoft áður en ekki staðið við loforð sín og vona ég að málefnalegt og hugsandi fólk taki það með í reikninginn þegar það tekur ákvörðun um hvað það kýs. Eitt er alveg víst að ef við eigum að geta sinnt mannréttindum allra hópa svo að sómi sé að, kostar það peninga. Mikilvægt er að flokkarnir komi með raunhæfar tillögur um hvernig þeir ætli að fjármagna slíkt. Framboð Dögunar í Reykjavík hefur sett sé mjög metnaðarfull markmið í þessum málum sem hægt er að kynna sér nánar á síðunni dogunreykjavik.is. Ennfremur höfum við sett fram raunhæfar leiðir til að fjármögnunar:Í fyrsta lagi þarf að forgangsraða peningum í velferð og mannúð fyrir fólkið í borginni. Hér erum við að tala um húsnæði, framfærslu, menntun og fleira í þeim dúr.Í öðru lagi er mikilvægt að endurhugsa fjárhagsrammann sem borgin hefur sett sér um hversu mikið hlutfall fer í velferðarmál eða skipulagsmál o.s.frv. þannig að mikilvægustu sviðin fái allan þann pening sem þau þurfa og restin má svo fara í önnur gæluverkefni.Dögun hefur einnig sett fram hugmyndir um að tekjutengja all grunnþjónustu sem lýtur að menntun og frístund barna, þannig að börn þeirra tekjulægstu fái slíka þjónustu fría og börn efnamestu foreldranna borgi meira meðan að millitekjuhóparnir stæðu í stað. Þetta er eingöngu tilfærsla á peningum og gerði það að verkum að hægt væri að gefa fátækustu börnunum fríar máltíðir og frístundir strax í byrjun næsta kjörtímabils.Með aukinni dreifstýringu út í hverfin eins og Dögun leggur til þannig að hverfin ráði ekki bara meiru um sig sjálf heldur fái meira fjármagn til að nota getum við sparað töluvert. Reynsla annarra borga hefur sýnt þetta þar sem fólk fer betur með peninga sem nota á í nærumhverfið. Þetta ásamt því að opna bókhaldið er hluti af róttækri lýðræðisstefnu okkar.Síðast en ekki síst leggur framboðið til að stofnaður verði banki í eigu borgarinnar. Áratuga reynsla annarra borga og fylkja í Skandinavíu og Bandaríkjunum hefur sýnt að slíkur banki er ekki einungis góður fyrir hagsmuni borgarbúa heldur stóðu slíkir bankar að mestu af sér fjármagnhrunið. Þetta er vegna þess að þetta eru eingöngu viðskiptabankar sem taka ekki þátt í áhættufjárfestingum eða bóluhagkerfinu umrædda. Þessir bankar geta veitt borgarbúum lán á lægri vöxtum en einkabankarnir, hvort sem það er til einkanota t.d. fyrir húsnæði eða til að stofna fyrirtæki. Því miður er allt of stór hluti fjárhagsáætlunar borgarinnar sem fer í vaxtakostnað af lánum og væri það töluverður hagur fyrir borgina að reyna að endurfjármagna slík lán á lægri vöxtum í eigin banka. Það skemmtilegasta við borgarbanka er að verði hagnaður af þeim rekstri færi hann í beint í vasa eigenda sinna, sem í þessu tilviki eru borgarbúar sjálfir. Þeir sem vilja kynna sér nánar þessar hugmyndir geta skoðað blogg hér https://www.dv.is/blogg/thorleifur-gunnlaugsson/2014/5/15/banki-borgarbua/ , hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/21/borgarbanki-1/ og hér https://blog.pressan.is/gunnarsa/2014/04/27/borgarbanki-2/
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun