Skoðun

Ábyrgð, festa og tækifæri

Guðmundur Magnússon skrifar
Nú í maí mánuði göngum við Seltirningar að kjörborði, viðhorfskannanir sýna að um 95% íbúa eru ánægðir með búsetuskilyrðin á nesinu.  Framundan eru spennandi tímar og við blasa tækifæri til bættra lífskjara sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hefur skapað með ábyrgri stjórnun.

Árangurinn í rekstri og þjónustu okkar góða bæjar á síðustu árum er öfundsverður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefur okkur tekist - með ráðdeild, fyrirhyggju og réttri forgangsröðun -  að tryggja öfluga þjónustu, hófsemd í álögum og lækkun skulda.

Ábyrg og öguð fjármálastjórn

Ábyrgð og festa hefur einkennt rekstur bæjarsjóðs á kjörtímabilinu. Fagleg vinnubrögð  hafa verið lögð í vinnu við fjárhagsáætlanir þar sem starfsmenn, stjórnendur í samstarfi við kjörna fulltrúa hafa sett fram af ábyrgð og skynsemi. Niðurstaða þessara ábyrgu vinnubragða er sú að bæjarsjóður hefur verið rekin með góðum afgangi sem aftur skapar tækifæri til að greiða niður skuldir.

Það er því ekki tilviljun að margir líti til okkar á Nesinu í leit sinni að fyrirmynd um hvernig hægt sé að reka sveitarfélag, þar sem saman fara lágar álögur, litlar skuldir og öflug þjónusta.

Framtíðin er björt

Sú ráðdeild sem einkennt hefur rekstur bæjarsjóð skapar okkur tækifæri til framtíðar til að veita bæjarbúum enn betri þjónustu. Við sjálfstæðismenn ætlum að nýta góðan árangur til þess að bæta hag og auka þjónustuna.

Á grunni þess sem gert hefur verið getum við sjálfstæðismenn gefið loforð sem við vitum að hægt er að standa við, - loforð um að gera enn betur:



  • Fasteignaskattur verður lækkaður um 5%
  • Styrkir til tómstunda verða hækkaðir úr 30 þúsund krónum í 50 þúsund.
  • Leikskólagjöld verða lækkuð um 25%.


Við sjálfstæðismenn viljum að allir Seltirningar njóti með beinum hætti þess góða árangurs sem náðst hefur og þá ekki síst barnafjölskyldur. Á komandi kjörtímabili verður það sameiginlegt verkefni okkar að bæta og styrkja okkar góðu skóla og efla íþróttastarfsemi. Við ætlum að gera skólana okkar enn betri og efla enn frekar allt starf þeirra sem yngri eru, en um leið styrkja þjónustu við eldri borgara.

Við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi höfum sýnt og sannað að forsenda öflugrar þjónustu er aðhaldssemi í fjármálum og lágar álögur. 




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×