Talar Dagur gegn betri vitund? Greta Björg Egilsdóttir skrifar 26. maí 2014 15:29 Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er alveg hreint með ólíkindum hvað meirihlutanum í Reykjavík tekst að slá ryki í augu borgarbúa með því að halda fram að ekkert verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á meðan hin títt nefnda Rögnunefnd er að störfum. Það sem aftur á móti er ekki haft eins hátt um er að Deiliskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll var samþykkt í borgarstjórn þann 1. apríl síðastliðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að leggja neyðarbrautina (NA/SV) niður. Á vinnustaðafundi hjá símafélaginu Nova á föstudaginn síðastliðinn kom upp spurning um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Dagur B. Eggertsson fullyrti að flugmálayfirvöld teldu það ásættanlegt að loka brautinni. Er Dagur að vísa í bréf Björns Óla Haukssonar forstjóra Isavía til innanríkisráðuneytisins? Það mat er byggt á forsendum sem stangast á við gildandi reglugerð um flugvelli. Í fyrsta lagi þar sem Reykjavíkurflugvöllur og Keflavíkurflugvöllur eru teknir sem einn lendingarstaður með 37 km loftlínu á milli og í öðru lagi er reiknaður nothæfistuðull miðað við 25 hnúta hliðarvind allt árið. Þær vélar sem eru mest notaðar við sjúkraflug hér á landi eru af gerðinni Beechcraft King Air B200 og er þeirra viðmiðunarflugtaksvegalengd undir 1200 m sem þýðir að miða á við10 hnúta hliðarvind en ekki 25 hnúta, til viðmiðunar má þó nota 13 hnúta hliðarvind. Í öllum svörum borgarinnar til hagsmunaaðila flugvallarins og annarra er vitnað í þetta mat þó svo að Isavía hafi séð sig tilknúnna til þess að skrifa bréf og leiðrétta þær staðreyndarvillur sem fram koma í svörum skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Það gerðu þeir einfaldlega vegna þess að þeim var hótað stjórnsýslukæru. Þetta ætti Degi B. Eggertsyni að vera fullkomlega kunnugt um. Það er erfitt að eiga í heiðarlegri kosningabaráttu þegar oddviti Samfylkingarinnar hallar réttu máli, eða í besta falli rangtúlkar þær upplýsingar sem fyrir liggja. Staðreyndin er sú að Reykjavíkurflugvöllur án neyðarbrautarinnar uppfyllir ekki lágmarksviðmið um nothæfisstuðul samkvæmt reglugerð um flugvelli nr. 464/2007, en sú reglugerð er innleiðing á viðauka 14 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni, ICAO. Það verður að teljast afar hæpið að flugmálayfirvöld á Íslandi væru tilbúin til að lýsa því yfir að þau teldu ásættanlegt að skerða Reykjavíkurflugvöll svo mikið að hann uppfyllir ekki lengur lágmarksviðmið reglugerða. Ég skora því hér með á Dag B. Eggertsson að leggja fram gögn sem styðja þessa fullyrðingu hans.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun