Eflum félagsþjónustu í Garðabæ Sigríður Finnbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2014 16:27 Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur SÁÁ staðið fyrir árlegri álfasölu sinni en í ár er markmiðið að gera samtökunum kleift að standa undir þeirri meðferðarþjónustu sem þau veita ungum fíklum og börnum áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þeir eru fáir Íslendingarnir sem þekkja ekki til þess starfs sem SÁÁ hefur lagt til samfélagsins. Margt fólk hefur farið út af braut og þurft á aðstoð að halda. Eftir að fólk hefur lent í slíkum hremmingum er mikilvægt að nærsamfélagið taki vel á móti því. Þar kemur að hlutverki okkar sem bæjarfélags að styðja við það fólk sem er að reyna að komast á rétta braut. Velferð þeirra er velferð okkar sem bæjarfélags. Hjá núverandi meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar hefur gætt vissrar tilhneigingar að vísa ýmsum félagslegum málum frá bænum. Að mínu mati ber okkur skylda til að hjálpa því fólki sem hér býr og fer út af leið í lífshlaupinu. Það borgar sig á endanum að hjálpa og standa vörð um samhjálp okkar Garðbæinga með því að huga betur að velferðarmálum.Þjónusta við eldri borgaraVið sem samfélag höfum það að markmiði að gera eldra fólki kleift að lifa eðlilegu heimilislífi eins lengi og kostur er og að þeim sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf í samræmi við þarfir hvers og eins. Í Garðabæ eru til eldri borgarar sem þurfa á margvíslegri þjónustu að halda. Til að auðvelda þeim að sækja þjónustu viljum við að þjónustan sem fyrir er verði efld og að hún verði einnig betur samræmd. Markmiðið með þessu væri að fólk gæti leitað á einn stað eftir svörum og þjónustu sem það þarf á að halda. Einnig viljum við bjóða eldri borgurum upp á sérstök þjónustukort. Á þjónustukortinu verður ákveðin inneign sem hver og einn eldri borgari getur notað í eigin þágu til dæmis í hreingerningarþjónustu, garðhreinsun eða til að stunda tómstundir og hreyfingu. Eldri borgarar í Garðabæ hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að byggja upp góðan bæ, þeir hafa flestir borgað lengst og mest til bæjarins. Þjónustukortið er góð leið til að sína okkar eldra fólki virðingu og þakklæti. Við hjá FÓLKINU- í bænum munum beita okkur fyrir bættri þjónustu fyrir þá Garðbæinga sem á þurfa að halda og þannig gerum við góðan bæ enn betri.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar