Áhorfendur standa á brettum í Úlfarsárdal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. maí 2014 11:06 Vísir/Pjetur Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Tveir leikir fara fram á gervigrasvelli Framara í Úlfarsárdal í kvöld og verður því nóg um að vera í Grafarholtinu. Fyrri leikurinn er viðureign Fram og KA í Borgunarbikarkeppni karla og hefst leikurinn klukkan 17.30. Áætlað er að viðureign Fram og KR í Borgunarbikarkeppni kvenna hefjist klukkan 20.30 en það gæti dregist verði fyrir leikurinn framlengdur. „Þetta verður heimilislegt og kósí hjá okkur,“ sagði Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Vísi í morgun en í gær var unnið að því að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir áhorfendur. „Við röðuðum brettum í kringum völlinn í gær og komum fyrir auglýsingaskiltum til að skilja að völlinn og svæði áhorfenda. Allir leikmenn 2. flokks verða svo í gæslu en það má geta þess að í hálfleik fá þeir afhend verðlaun fyrir sigur í Reykjavíkurmótinu,“ bætti Sverrir við. „Við erum því nokkuð brattir fyrir leikinn. Það er fínt aðgengi að vellinum og nóg af bílastæðum,“ sagði Sverrir sem segir að völlurinn geti tekið við allt að 600 áhorfendum í kvöld. „Ég á reyndar ekki von á að það verði löng biðröð við miðasöluna en það er engu að síður mikil stemning fyrir leikjunum í Grafarholtinu.“ Framarar hafa spilað leiki sína á gervigrasinu í Laugardal í vor en sá völlur er upptekinn í kvöld. Kvennalið Fram hefur spilað alla leiki sína í Úlfarsárdal en nú þurfa bæði lið að deila vellinum. Það flækir málin að aðeins tveir búningsklefar eru við völlinn. Leikmenn kvennaliða Fram og KR fá því búningsklefana ekki fyrr en eftir sinn leik og þurfa því að mæta tilbúnar á völlinn í kvöld. „Svona var þetta líka um daginn þegar tveir leikir fóru fram sama kvöldið í Laugardalnum. Þegar ástandið er svona þurfa allir að leggjast á eitt. Ég held að það verði skemmtileg stemning í kringum leikina,“ sagði Sverrir. Eins og fram kemur í fréttinni hér fyrir neðan eru ekki jafn strangar kröfur um leiki í bikarkeppni og í Pepsi-deildinni sem gerir Fram kleift að láta leikinn gegn KA fara fram í Úlfarsárdal í kvöld.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Fram spilar í Úlfarsárdal Bikarmeistarar Fram munu hefja titilvörn sína í Úlfarsárdal sem er framtíðarsvæði félagsins. KA kemur þá í heimsókn. 21. maí 2014 16:40