Ótrúverðugur viðsnúningur Ármanns viku fyrir kosningar Hafsteinn Karlsson skrifar 27. maí 2014 17:34 Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í blaðagreinum Ármanns Kr. Ólafssonar núverandi bæjarstjóra í Kópavogi, um helgina leggur hann áherslu á tvö kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Annað þeirra glymur einnig látlaust í auglýsingatímum ljósvakamiðla. Það er áhugavert að skoða þessi kosningaloforð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum í Kópavogi sl. 24 ár að tæpum tveimur undanskildum. Ármann hefur verið bæjarfulltrúi í 16 ár.Alltaf á móti því að styrkja tónlistarnám Fyrra loforðið hljóðar svo: Hægt verður að nýta íþrótta- og tómstundastyrkinn í eina íþrótt auk þess sem heimilt verður að nýta hann til tónlistarnáms. Styrkurinn verður tvöfaldaður. Fyrir u.þ.b. tíu árum fór bærinn fór að bjóða foreldrum þeirra barna sem stunduðu íþróttir styrk vegna íþróttaþátttöku. Fljótlega var einnig farið að styrkja börn sem tóku þátt í skátastarfi og smátt og smátt hafa fleiri tómstundir bæst við – en ekki tónlistarnám. Samfylkingin hefur frá upphafi lagt áherslu á að ekki megi mismuna börnum eftir því hvaða tómstundastarfi þau taka þátt í. Þær eru ófáar tillögurnar sem hafa verið lagðar fram um að bæta öðru tómstundastarfi og þar með töldu tónlistarnámi inn í styrkinn. En það hefur alltaf verið fellt – af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Nú síðast fyrir nokkrum mánuðum. Rökstuðningurinn hefur verið sá að bærinn borgi laun kennara tónlistarskólanna og þannig sé komið til móts við þau börn sem stunda tónlistarnám. Þeir hafa hins vegar alltaf staðið vörð um þá sérkennilegu útfærslu þeirra á þessum styrk að börn sem stundi tvær íþróttagreinar fái tvo styrki. Það er vissulega gott að menn sjái að sér en svona umsnúningur rétt fyrir kosningar er ekki traustvekjandi.Alltaf á móti því að bærinn taki frumkvæði í húsnæðismálum Í grein í Morgunblaðinu 24. maí segir Ármann orðrétt: “Mikilvægt er að bærinn hafi frumkvæði að nánu samstarfi við lífeyrissjóði, fagfjárfesta, byggingaraðila og verkalýðshreyfingu um hagkvæmari og ódýrari valkosti á húsnæðismarkaði. Þar eiga ungir kaupendur og eldri borgara samleið.” Þeim sem fylgst hafa með málflutningi Ármanns undanfarnar vikur um húsnæðismál hlýtur að reka í rogastans, því hér kveður við allt annan tón en fyrir örfáum vikum. Allt kjörtímabilið sem nú er á enda hefur Ármann barist gegn því að bærinn geri nokkuð til að stuðla að fjölbreyttum og hagkvæmum húsnæðismarkaði. Hann hefur greitt atkvæði gegn öllum slíkum tillögum t.d. í vetur og meira að segja gengið gegn meirihlutasamþykkt bæjarstjórnar varðandi þessi mál. Hann hefur margsagt að fólk eigi að kaupa sér íbúð og bærinn eigi á engan hátt að hafa frumkvæði að uppbyggingu trausts leigumarkaðar. Nú síðast sagði hann það í blaðagrein fyrir nokkrum vikum. En bíðum við – þegar rýnt er í loforð Ármanns kemur einfaldlega ekkert fram um leigumarkað. Hann talar um unga “kaupendur og eldri borgara”. Með þessum málflutningi er verið að slá ryki í augun á fólki sem er í húsnæðishraki. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Ármanns vildi ekkert gera í húsnæðismálum á því kjörtímabili sem nú er að enda og á því verður auðvitað engin breyting eftir kosningar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun