Hugrökk stjórnmál og alls konar Garðabær Freyja Haraldsdóttir skrifar 28. maí 2014 14:26 Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég ákvað að rúlla til liðs við Bjarta framtíð á haustmánuðum 2012, og fórna þar með mínu ástkæra flokkapólitíska hlutleysi, var eitt af því sem sannfærði mig stefna flokksins um að sýna hugrekki og róttækni í framgöngu sinni. Sem mannréttindabaráttukona vissi ég að til þess að ná fram breytingum var nauðsynlegt að þora að ganga langt, þola að valda óþægindum, tapa stundum vinsældum og hafa hugrekki til þess að standa með ákvörðunum sínum. Eftir að hafa unnið með öðrum formanni Bjartrar framtíðar, Guðmundi Steingrímssyni, að innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk og horft á bjarta og besta borgarstjórann okkar klæða sig upp í drag og síðar sem liðskonu Pussy Riot á Gleðigöngu Hinsegin daga vissi ég að ekki var einungis um að ræða orð á blaði heldur raunveruleg gildi sem starfað var eftir. Með góðri samvisku skráði ég mig því í fyrsta sinn í stjórnmálaflokk og bauð mig stuttu síðar fram fyrir flokkinn til Alþingiskosninga í fyrra. Nú er komið að kosningum á ný og laugardaginn 31. maí fáum við tækifæri til þess að velja okkur fólk til forystu í sveitarfélögum okkar. Björt framtíð býður fram krafta sína í Garðabæ og leggur áherslu á að skapa pláss fyrir fjölbreyttari hópa af fólki á öllum aldri. Slíkt pláss er ekki forréttindi eða lúxus fyrir bæjarbúa heldur nauðsynleg þróun í lýðræðissamfélagi. Til þess að búa til slíkt pláss þarf að fjarlægja hindranir, efla meðvitund okkar um alls konar fólk, fjölskyldur, menningu og hæfileika, veita þjónustu sem skapar möguleika allra til þátttöku og áhrifa og auka raunverulegt samráð á öllum stigum stjórnsýslunnar við íbúa. Sem Garðbæingur og fötluð kona skiptir það mig öllu máli að geta valið fólk til forystu sem ég treysti til þess að gera slíkt pláss að sjálfsögðum hlut. Þrátt fyrir að hafa síðustu þrjú ár lifað sjálfstæðu lífi allan sólarhringinn með notendastýrðri persónulegri aðstoð hefur hvert einasta skref að því marki krafist baráttu, endalausra útskýringa á persónulegum málum, á stundum niðurlægjandi samskipta og réttlætingu á tilveru minni frá því að ég flutti í Garðabær sex ára gömul 1992. Björt framtíð í Garðabæ setur sér markmið um að tryggja aðgengi fatlaðs fólks og allra annarra að þjónustu sem eykur lífsgæði þess og mætir ólíkum þörfum fólks. Markmið um að útrýma fordómum gagnvart fötluðu fólki sem rannsóknir sýna að eru ein helsta hindrun í lífi þess og valda oft lífshættulegum skaða. Markmið um að auka samráð við fatlað fólk og skilja að það veit best sjálft hvernig gott er að fjarlægja hindranir, tryggja réttindi og búa til pláss þar sem að allir hafa frelsi til þess að vera til. Markmið um að einfalda boðleiðir, sinna upplýsingaskyldu til fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og auka frumkvæði sveitarfélagsins í að finna lausnir. Björt framtíð í Garðabæ vill fjölga félagslegum íbúðum fyrir alls konar fólk sem þarf á þeim að halda, þ.m.t. sumt fatlað fólk, en hlutfallslega miðað við nágrannasveitarfélögin ættu þær að vera 200. Þær eru nú 20 talsins. Jafnframt að notendastýrð persónuleg aðstoð verði jafnrétthár valkostur fyrir fatlaða Garðbæinga eins og annað sem boðið er upp á og að virðing sé borinn fyrir þeim skuldbindingum sem Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um. Björt framtíð vill skapa fötluðu fólki í Garðabæ sem best skilyrði til að njóta sjálfstæðis, þátttökuréttinda, menntunar og aðgengis til jafns við aðra. Því alls konar er best og aukin lífsgæði eru samfélagslegur ávinningur. Björt framtíð vill ekki að fatlað fólk upplifi að það þurfi að flýja úr sínum heimabæ til þess að búa við mannréttindi – miklu frekar að Garðabær verði eftirsóknarverður staður til þess að búa á. Þetta hljómar mögulega klisjukennt. Jafnvel einfalt. Mannréttindi eru hins vegar ekki klisja heldur haldreipi jaðarsettra hópa til þess að öðlast sjálfsvirðingu og pláss meðal fólks sem nýtur mannréttinda upp að því marki að það tekur ekki eftir þeim né skilur sögu þeirra. Þetta er klárlega engin algebra og hvaða stjórnmálaflokkur ætti að geta gert þetta. Það er hins vegar mín reynsla að mörgu stjórnmálafólki skortir hugrekkið til þess að vera róttækt, gera kröfur um breytingar á menningu, viðhorfi og strúktúr samfélagsins og spyrja íbúana sem málin varða hvaða leiðir sé best að fara. Ég treysti því að slíkt hugrekki megi finna í Bjartri framtíð. Hugrekki, sem getur með tímanum og uppbyggjandi samstarfi við aðra stjórnmálaflokka, skilað öllu fólki tilverurétt og plássi í Garðabæ. Ég treysti því þar sem ég hef séð slíkt hugrekki í verki í Bjartri framtíð. Þess vegna hlakka ég til þess að setja X við Æ í Garðabæ þann 31. maí.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun