Ragnar: Fólkið fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. maí 2014 14:33 Ragnar Sigurðsson í landsleik. Vísir/Getty „Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
„Mér líst vel á þennan leik, hann er mikilvægur til að sjá hvar við stöndum og til að þjappa saman hópnum fyrir komandi verkefni,“ segir Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, en strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik ytra á morgun. Sölvi og RagnarSigurðsson sátu fyrir svörum á vef KSÍ þar sem þeir ræddu um leikinn á morgun og undankeppni EM sem hefst í haust en þar er Ísland í erfiðum riðli. „Ég er sammála Sölva, þetta er gott tækifæri til að sjá hvar við stöndum og og tel okkur eiga góða möguleika á að vinna leikinn,“ segir Ragnar á vef KSÍ. Ísland er í riðli með Hollandi, Tyrklandi, Tékklandi, Kasakstan og Lettlandi í undankeppni EM og miðverðirnir viðurkenna báðir að verkefnið verður erfitt. „Þetta er erfiður riðill, það er klárt, en Íslendingar eru alltaf bjartsýnir. Við erum sigurvegarar að eðlisfari, miklir keppnismenn sem vilja alltaf vinna alla bardaga. Við ætlum okkur á þetta stórmót og höfum allir trú á því að við getum það. En við þurfum að eiga mjög gott mót til að eiga möguleika,“ segir Sölvi og Ragnar tekur undir orð kollega síns. „Ef Danir eða Svíar hefðu lent í þessum riðil, þá væru þeir líklega svartsýnir, á meðan við Íslendingar sjáum tækifærin. Við ætlum okkur áfram og getum náð árangri gegn þessum liðum. Þetta er það viðhorf sem hefur komið okkur svona langt, eins og í síðustu undankeppni, það bjóst enginn við þessum árangri sem við náðum, en með trú á okkar getu þá er allt mögulegt. Við erum með gott lið og ætlum að standa okkur vel.“„Gömlu strákarnir í morgunmat,“ skrifaði Sölvi Geir við þessa mynd sem tekin var í Austurríki í dag.Mynd/Facebook-síða Sölva GeirsSíðasta undankeppni var geðveik Undir lok síðust undankeppni magnaðist stemningin á Laugardalsvellinum með hverjum leiknum. Mikilvægt er fyrir strákana að sama stemning verði í haust. „Engin spurning. Fólk á alltaf á mæta á leikina og styðja liðið, það hjálpar okkur gríðarlega mikið, því fleiri sem eru á vellinum og því meiri læti, því meiri kraft fáum við leikmennirnir,“ segir Ragnar og Sölvi segir að sami árangur hefði ekki náðst án þessa stuðnings. „Síðasta undankeppni var geðveik. Árangurinn hefði aldrei náðst ef við hefðum ekki haft allan þennan stuðning og alla þessa stuðningsmenn í stúkunni. Það er svo mikilvægt að sjá albláa stúku á þjóðarleikvanginum styðja við okkur. Tólfan var gjörsamlega geðveik. Þetta er það sem þú vilt sem fótboltamaður. Þetta gefur manni auka orku.“ Ragnar bætir við: „Fólk fattar ekki alltaf hvað þetta er mikilvægt, en málið er bara að á heimavelli ertu með þitt umhverfi og þína stuðningsmenn sem styðja við bakið á þér. Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, en upplifunin er algerlega mögnuð.“ Bæði Sölvi og Ragnar spila nú í Rússlandi. Sölvi er á mála hjá FC Ural en Ragnar spilar með Krasnodar. Báðir spiluðu vel á sínu fyrsta tímabili og liðin náðu bæði markmiðum sínum. En hvernig er fótboltinn í Rússlandi? „Boltinn í Rússlandi er öðruvísi en í Skandinavíu. Í Skandinavíu er mikið um svæðisvörn, en í Rússlandi er þetta meira maður á mann. Ég er t.d. að spila allt öðruvísi núna heldur en ég gerði hjá FCK í Danmörku, það er miklu meira um færslur og hreyfingu á vörninni, maður einbeitir sér bara að mestu að sínum manni,“ segir Ragnar og Sölvi er sammála. „Rússneska deildin er miklu sterkari deild en sú danska, sem er að flestum talin sú sterkasta á Norðurlöndum. Sterkustu liðin eru með mjög góða framherja sem myndu standa sig vel í sterkustu deildum í heimi. Hver einasti leikur er mikil áskorun,“ segir Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira