Fótbolti

BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólsarar náðu að hanga á sigrinum
Ólsarar náðu að hanga á sigrinum vísir/anton
Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli.

Aaron Spear kom BÍ/Bolungarvík yfir á 36. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0. Í seinni hálfleik var komið að Andra Rúnari Bjarnasyni sem skoraði þrjú mörk, á 47. 56. og 65. mínútu og skaut heimamenn fyrir vestan á toppinn.

Á sama tíma tryggði Sindri Björnsson Leikni 1-0 sigur á Grindavík. Markið kom á 57. mínútu.

Víkingur Ólafsvík gerði góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið lagði KA 3-2.

Staðan í hálfleik var 0-0 en Steinar Már Ragnarsson kom Vikingi yfir á 51. mínútu, Eyþór Helgi Birgisson bætti við marki á 71. mínútu og Antonio Mossi virtist gera út um leikinn á 82. mínútu.

Gunnar Örvar Stefánsson minnkaði muninn fyrir KA á 85. mínútu og þremur mínútum síðar minnkaði Arsenij Buinickij muninn enn frekar en nær komst KA ekki.



Öl úrslit fyrstu umferðar:

KV - HK 2-3

Haukar - Þróttur 1-4

ÍA - Selfoss 1-0

Leiknir R. - Grindavík 1-0

BÍ/Bolungarvík - Tindastóll 4-0

KA - Víkingur Ó. 2-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×