Stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. maí 2014 21:30 Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Austurríki vann öruggan sigur í Eurovison í gær og Ísland náði sínum besta árangri frá árinu 2009. Páll Óskar Hjálmtýsson segir sigur Conchita Wurst vera stórsigur í réttindabaráttu hinsegin fólks. Framlag Íslands í Eurovison í ár, Enga fordóma í flutningi Pollapönk, hlaut 58 stig og niðurstaðan 15. sæti. Góður rómur var gerður af frammistöðu Íslands í keppninni og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Stigakeppnin var nokkuð spennandi framan af kvöldi en að lokum var það Conchita Wurst frá Austurríki sem stóð uppi sem sigurvegari með alls 290 stig. Sigurinn var öruggur og komu Hollendingar næstir í öðru sæti með 232 stig. Þátttaka Conchitu í Eurovison var ekki óumdeild og höfðu nokkrar þjóðir í austurhluta Evrópu farið fram á að skeggjuðu söngkonunni yrði vísað úr keppni. Sá málflutningur virðist ekki hafa fengið neinn hljómgrunn meðal íbúa Evrópu því Austurríki gjörsigraði símakosninguna. „Sigurinn í gærkvöldi var ekki aðeins sigur minn. Þetta var einnig sigur allra þeirra sem trúa á framtíð án mismununar, framtíð sem byggist á umburðarlyndi og virðingu. Þetta á sér engin landamæri og hefur ekkert að gera með austur og vestur,“ sagði Conchita Wurst.Réttindabaráttan á eftir að harna Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður er himinlifandi með sigur Conchitu. „Með þessum sigri þá tel ég að Conchita Wurst sé að hefja glænýjan og hressandi kapitula í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hér eru skilaboðin mjög skýr. Úti í Evrópu, líka Austur-Evrópu, eru einstaklingar sem eru búnir að fá nóg af ofríki og yfirvaldi ákveðins fólks sem finnur hinsegin fólki allt til foráttu,“ segir Páll Óskar. Réttindabarátta hinsegin fólks á eftir að harna að mati Páls Óskar. „Þessi skemmdu epli þau reyna að ríghalda í og verja óverjandi skoðanir sínar. Ég held að það muni ekkert breytast, sérstaklega við svona sigur. Leikar munu bara æsast, baráttan verður harðari ef eitthvað er.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira