Sögulegar endurkomur Clippers og Pacers Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 08:58 Indiana Pacers er komið í 3-1 gegn Washington Wizards í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA eftir 95-92 sigur í spennandi leik liðanna í höfuðborginni í nótt. Wizards var mest 16 stigum yfir í þriðja leikhluta og stóðst fyrsta áhlaup Indiana í þeim fjórða. En undir dyggri forystu Paul George með góðri hjálp frá miðherjanum Roy Hibbert tókst Indiana að vinna upp muninn og tryggja sér sigur. George og Hibbert, sem virðist vaknaður eftir afar langan blund, skoruðu nánast öll stig gestanna á lokasprettinum en í heildina skoraði George 39 stig og tók 12 fráköst. Hann skoraði einnig sjö þriggja stiga körfur úr tíu tilraunum og er fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þessum tölum í úrslitakeppninni. Hibbert setti niður 17 stig og brosti sínu breiðasta í fjórða leikhluta en loksins lítur hann aftur út eins og körfuboltamaður. Bradley Beal skoraði 20 stig fyrir Washington sem þarf að vinna í Indiana í næsta leik ætli það að halda sér á lífi í einvíginu. Los Angeles Clippers jafnaði einvígi sitt við Oklahoma City Thunder, 2-2, á heimavelli í nótt með góðum sigri, 101-99. Liðið var mest 16 stigum undir í fjórða leikhluta en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tvö lið vinna upp 15 stiga forskot sama kvöldið og vinna leik í úrslitakeppninni. Söguleg nótt að baki.Blake Griffin var stigahæstur heimamanna með 25 stig og 9 fráköst en Clippers vann fjórða leikhlutann, 38-24. Oklahoma City getur sjálfu sér um kennt að vera ekki 3-1 yfir í þessu einvígi. Chris Paul bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá OKC var KevinDurant í stuði en hann skoraði 40 stig og tók 7 fráköst. RussellWestbrok skoraði 27 stig og tók 8 fráköst en hann, eins og stundum áður, valdi nokkur slæm skot á lokasprettinum sem hjálpaði Clippers að vinna leikinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá falleg tilþrif frá Paul George, leikmanni Indiana, í nótt en hér að neðan er myndbrot frá einvigi Kevins Durants og Chris Pauls í leik OKC og Clippers. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Indiana Pacers er komið í 3-1 gegn Washington Wizards í einvígi liðanna í undanúrslitum austurdeildar NBA eftir 95-92 sigur í spennandi leik liðanna í höfuðborginni í nótt. Wizards var mest 16 stigum yfir í þriðja leikhluta og stóðst fyrsta áhlaup Indiana í þeim fjórða. En undir dyggri forystu Paul George með góðri hjálp frá miðherjanum Roy Hibbert tókst Indiana að vinna upp muninn og tryggja sér sigur. George og Hibbert, sem virðist vaknaður eftir afar langan blund, skoruðu nánast öll stig gestanna á lokasprettinum en í heildina skoraði George 39 stig og tók 12 fráköst. Hann skoraði einnig sjö þriggja stiga körfur úr tíu tilraunum og er fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þessum tölum í úrslitakeppninni. Hibbert setti niður 17 stig og brosti sínu breiðasta í fjórða leikhluta en loksins lítur hann aftur út eins og körfuboltamaður. Bradley Beal skoraði 20 stig fyrir Washington sem þarf að vinna í Indiana í næsta leik ætli það að halda sér á lífi í einvíginu. Los Angeles Clippers jafnaði einvígi sitt við Oklahoma City Thunder, 2-2, á heimavelli í nótt með góðum sigri, 101-99. Liðið var mest 16 stigum undir í fjórða leikhluta en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem tvö lið vinna upp 15 stiga forskot sama kvöldið og vinna leik í úrslitakeppninni. Söguleg nótt að baki.Blake Griffin var stigahæstur heimamanna með 25 stig og 9 fráköst en Clippers vann fjórða leikhlutann, 38-24. Oklahoma City getur sjálfu sér um kennt að vera ekki 3-1 yfir í þessu einvígi. Chris Paul bætti við 23 stigum og 10 fráköstum. Hjá OKC var KevinDurant í stuði en hann skoraði 40 stig og tók 7 fráköst. RussellWestbrok skoraði 27 stig og tók 8 fráköst en hann, eins og stundum áður, valdi nokkur slæm skot á lokasprettinum sem hjálpaði Clippers að vinna leikinn. Í spilaranum hér að ofan má sjá falleg tilþrif frá Paul George, leikmanni Indiana, í nótt en hér að neðan er myndbrot frá einvigi Kevins Durants og Chris Pauls í leik OKC og Clippers.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira