Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 10:15 Florentina Stanciu og stöllur hennar í Stjörnunni eru einum sigri frá þeim stóra. Vísir/Daníel Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01