Meginverkefnið að blása lífi í atvinnulífið í Stykkishólmi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 14:00 Sturla Böðvarsson er bæjarstjóraefni H-listans vísir/stefán Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira