Sport

Isinbayeva ætlar að keppa á ÓL í Ríó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yelena Isinbayeva.
Yelena Isinbayeva. Vísir/Getty
Stangarstökkvarinn snjalli Yelena Isinbayeva er í barnseignarfríi þessi misserin en hún er ekki búin að keppa á sínum síðustu Ólympíuleikum.

Yelena Isinbayeva hefur unnið gullverðlaun í stangarstökki kvenna á tveimur Ólympíuleikum en fék brons á síðustu leikum í London.

Isinbayeva er 31 árs gömul en hún á að eignast sitt fyrsta barn í júní. Hún sagðist vera hætt eftir sigur sinn á HM í Moskvu í fyrra en hefur nú skipt um skoðun.

„Hún vill keppa á Ólympíuleikunum í Ríó 2016," sagði þjálfari hennar Yevgeny Trofimov. Isinbayeva hefur sett 28 heimsmet í stangarstökki kvenna og á enn heimsmetið utanhúss og Evrópumetið innanhúss.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×