Handbolti

Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jónas Elíasson og Anton Gylfi stýra umferðinni í kvöld.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi stýra umferðinni í kvöld. samsett mynd/tryggvi
Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum.

Það verða þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson sem dæma leikinn. Okkar besta par og þeir félagar þekkja það vel að dæma stórleiki.

Eftirlitsmaður leiksins er síðan Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar. Það er öllu tjaldað í þennan stóra leik.

Miðar rokseldust í forsölu í gær og þrátt fyrir smá misskilning að Ásvöllum eru allir kátir í dag.

Þeir sem eiga eftir að næla sér í miða geta gert það í íþróttahúsinu að Ásvöllum klukkan 18.00 en þá opnar miðasalan á leikinn.

Ef vel er þjappað ættu allt að 2.200 manns að komast í húsið í kvöld.


Tengdar fréttir

Það er allt kolgeggjað í Eyjum

"Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag.

Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum

Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×