Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2014 19:36 Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum. Aurum Holding málið Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum.
Aurum Holding málið Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira