Tekist á í bæjarstjórn Reykjanesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 10:29 Meirihluti bæjarstjórnar vill spyrja íbúa hvort þeir vilji aukna þjónustu. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á bæjarstjórnarfundi í gær þá tillögu meirihlutans að spyrja íbúa samhliða sveitarstjórnarkosningum um þjónustustig heilsugæslunnar í bænum. Miklar umræður sköpuðust í bæjarstjórn um tillöguna. Minnihlutinn sem samanstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu og óháðum og Gunnari Þórarinssyni var mótfallin tillögunni. Töldu þau hana óvandaða og óábyrga. Tillaga að spurningu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks samþykkti hljóðar svona: „Telur þú þörf á að bæta þjónustu heilsugæslunnar í Reykjanesbæ?“ Svarmöguleikar sem íbúum er gefið eru Já, Nei, og Veit ekki. Fulltrúar Samfylkingarinnar og óháðra voru einnig á móti tillögunni og bókuðu eftirfarandi: „Eins og alþjóð veit þá stendur Reykjanesbær mjög illa fjárhagslega og ekki á bætandi að stökkva út í óvissuna með því að fara að reka heilsugæslu fyrir ríkið sem borgar ílla og seint eins og raunin er með hjúkrunarþjónustu á Suðurnesjum. Við efumst um að tillagan sé lögð fram alfarið með hagsmuni íbúa Reykjanesbæjar í huga. Um er að ræða óábyrga tillögu sem kastar ryki í augu kjósenda með þann undirliggjandi tilgang að einkavæða eina af grunnstöðum samfélagsins, heilsugæsluna,“ segir í bókun Samfylkingar og óháðraÁrni Sigfússon, bæjarstjóriFramsóknarmaðurinn Kristinn Þór Jakobsson var á sömu skoðun og mótmælti harðlega tillögu meirihlutans. Hann vildi meina að frestur sé liðinn samkvæmt sveitarstjórnarlögum að boða til atkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor og því tæknilega ómögulegt að framkvæma tillögu meirihlutans. „Tillaga bæjarstjóra, Árna Sigfússonar, um íbúakosningu samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí er tilraun til að færa kosningamál Sjálfstæðismanna inn í kjörklefann á kjördag. Lengra í kosningaáróðri á kjörstað verður ekki seilst. Í skjóli naums meirihlutavalds hafa þeir ákveðið að gera lítið úr hugtakinu íbúalýðræði,“ segir í bókun Kristins. Gunnar Þórarinsson sem situr í bæjarstjórn í umboði Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði á móti tillögunni, Gunnar klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum fyrir skömmu og býður fram undir merkjum Frjáls afls í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur spurninguna leiðandi og ekkert fáist út úr svörum íbúanna sem hægt sé að vinna með.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira