Oddviti D-listans telur fjárhagsstöðuna góða Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2014 14:08 Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Snæfellsbæ er kominn á fullt í kosningabaráttunni og ætlar sér að halda meirihlutanum sem þaú unnu í síðustu kosningum. Örlitlar breytingar eru á framboðslista frá því síðast. Kristín Björg Árnadóttir leiðir listann og oddvitinn frá því síðast, Jón Þór Lúðvíksson sest í heiðurssæti listans. Kristín Björg var að huga að íbúafundi um fræðslumál sem halda á í kvöld í Ólafsvík, þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni. „Kosningabaráttan leggst ljómandi vel í mig," segir Kristín Björg, „Kjörtímabilið sem nú er á enda hefur einkennst af miklu og góðu samstarfi milli meiri og minnihluta. Við höfum unnið þetta í sátt og samvinnu." „Bæjarfélagið er mjög vel statt fjárhagslega og við höfum iðkað hér ábyrga og örugga fjármálastjórnun. Við höfum verið skynsöm í lántöku en höfum verið að fjárfesta í innviðum og reynt að gera það skynsamlega." segir Kristín Björg. Hún nefnir að sett hafi verið á laggirnar ný deild við leikskólann og útiaðstaðan bætt í sundlauginni á Ólafsvík. þetta hafi verið hægt að gera vegna þess að bæjarfélagið er vel statt fjárhagslega. „Við erum lánsöm með það að við höfum leyft okkur að framkvæma meðan önnur sveitarfélög hafa kannski þurft að halda að sér höndum." Kristín Björg segir að D-listinn vilji halda áfram samstarfi við Kristinn Jónasson bæjarstjóra og að hann sé bæjarstjóraefni listans áfram. Hún telur samstarfið við hann hafa verið farsælt og byggt á miklu trausti. „Atvinnustaðan er mjög góð. Snæfellsbær er sjávarútvegssamfélag fyrst og fremst og það eru ný fyrirtæki að koma tli okkar en jafnframt eru fyrir stöndug fyrirtæki innan okkar marka. Ferðaþjónustan er að verða gríðarsterk líka. Þar er líka óplægður akur af tækifærum og maður sér að þar er mikil gróska þar.“ J-listinn bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Samkvæmt facebook síðu framboðslistans er ólíklegt að listinn bjóði fram aftur. Hins vegar hefur Björt framtíð tilkynnt framboð í Snæfellsbæ svo því verður spennandi að fylgjast með kosningabaráttunni sem framundan er í Snæfellsbæ. Eftirtaldir skipa framboðslista D-lista:1. Kristín Björg Árnadóttir verkefnastjóri.2. Kristjana Hermannsdóttir skrifstofumaður. 3. Björn Hilmarsson útibússtjóri. 4. Rögnvaldur Ólafsson skrifstofumaður. 5. Júníana Björg Óttarsdóttir verslunarstjóri. 6. Örvar Már Marteinsson sjómaður. 7. Brynja Mjöll Ólafsdóttir íþróttakennari. 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen bóndi. 9. Anton Ragnarsson skipstjóri. 10. June Beverley Scholtz fiskvinnslukona. 11. Illugi Jens Jónasson skipstjóri. 12. Þóra Olsen fiskmatsmaður. 13. Jón Kristinn Ásmundsson hótelstjóri. 14. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari. Efstu sjö frambjóðendur Bjartrar framtíðar 1. Hallveig Hörn, leikskólaliði og hagfræðinemi 2. Sigursteinn Þór Einarsson, húsasmiður og söngvari 3. Gunnsteinn Sigurðsson, kennari, þroskaþjálfi og leikstjóri 4. Helga Lind Hjartardóttir, námsráðgjafi og verkefnastjóri 5. Kolbrún Ósk Pálsdóttir, verkakona og frumkvöðull 6. Birgir Tryggvason, verkamaður og slöngutemjari 7. Halldóra Unnarsdóttir, skipstjóri og frístundaleiðbeinandi
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira