Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 22-20 | Deildarmeistararnir komnir yfir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Mýrinni skrifar 7. maí 2014 16:36 Vísir/Daníel Stjarnan vann Val 22-20 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-8.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og fór sérstaklega Jóna Margrét Ragnarsdóttir á kostum í sókninni í byrjun leiks. Hún kom liði sínu á bragðið og var Stjarnan mun betri lengst framan af. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær og Florentina Stanciu naut sín í markinu. Valur átti samt sína kafla í leiknum. Vörnin var á köflum góð og framliggjandi vörnin sem liðið fór í eftir að Stjarnan náði sex marka forystu snemma í seinni hálfleik, var mjög öflug. Valur varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik þegar Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skaddaðist á hásin og kom ekki meira við sögu. Ekki bætti úr skák þegar Rebekka Rut Skúladóttir snéri sig á ökkla um miðbik seinni hálfleiks. Það þýddi að Valur þurfti að færa vörnina aftar en sóknarleikur Stjörnunnar var farinn að hiksta verulega. Rebekka jafnaði sig og kom aftur inn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Valur gerði loka tilraun til að fá eitthvað út úr leiknum. Segja má að tapaðir boltar hafi farið illa með Val í leiknum og einn slíkur þegar liðið hafði náð að minnka muninn í þrjú mörk og þrjár mínútur voru eftir, gerði Val erfitt fyrir en liðið náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir en það var of lítið og of seint því Helena Örvarsdóttir gerði út um leikinn þegar skammt var eftir. Stjarnan leiðir einvígið 1-0 en annar leikur liðanna verður leikinn í Vodafone höllinni að Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Jóna Margrét: Gerðum þetta óþarflega spennandi„Við fórum að bakka í staðin fyrir að halda línunum okkar og fórum að hægja á leiknum sem er ekki gott fyrir okkur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir sem fór fyrir Stjörnunni í sóknarleiknum í dag um síðustu mínútur leiksins í kvöld. „Við lokuðum fyrri hálfleiknum ágætlega og byrjuðum seinni vel. Svo fórum við að hægja á leiknum og þá fóru þær að saxa á og við gerðum þetta óþarflega spennandi í restina. „Maður þarf að klára þetta með stæl. Þetta er síðasta tímabilið og vonandi nær maður að gefa allt í þessa síðustu leiki,“ sagði Jóna sem fór mikinn í upphafi og var sá sóknarmaður Stjörnunnar sem reyndi hvað mest enda tók hún yfir 20 skot í leiknum. „Varnarleikur var mjög góður þangað til við fórum að bakka í restina. Það kemur aftur upp og vonandii höldum við þessu. „Þetta er bara 1-0 og er rétt að byrja. Við þurfum að halda okkar baráttu og gleði og vonandi lendir þetta réttum megin,“ sagði Jóna. Anna Úrsúla: Eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn„Það dugar ekki að hrökkva í gang þegar það eru tíu mínútur eftir af leiknum. Sannarlega á maður ekki möguleika á að vinna dollu þannig,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir línumaður Vals og varnartröll í kvöld. „Það er eins gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum hysjað upp um okkur buxurnar. Annars eigum við þetta ekkert skilið. „Við náum ekki að nýta okkur okkar styrkleika sem er vörn og hraðaupphlaup. Það kom ekki fyrr en í lokin. Það þarf að vera 100% allan leikinn til að vinna Stjörnuna. „Sóknarleikurinn var vandræðalegur. Það var eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn. Allar sem ein og það er eitthvað sem við þurfum að slípa fyrir næsta leik. „Þegar maður er með svona marga tæknifeila þá er það svo lýjandi. Það gengur ekkert upp. Þetta þurfum við að fara yfir og laga fyrir næsta leik,“ sagði Anna Úrsúla en þrátt fyrir öll þessi vandræði var Valur ekki langt frá því að koma þessum leik í framlengingu og smá heppni í lokin hefði geta gjörbreytt stöðunni. „Maður verður að vera bjartsýnn og skoða betur þessar síðustu tíu mínútur og taka það með okkur í næsta leik. Þá eigum við kannski séns.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Stjarnan vann Val 22-20 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var fjórum mörkum yfir í hálfleik 12-8.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan og neðan. Stjarnan mætti mjög ákveðin til leiks og fór sérstaklega Jóna Margrét Ragnarsdóttir á kostum í sókninni í byrjun leiks. Hún kom liði sínu á bragðið og var Stjarnan mun betri lengst framan af. Varnarleikur Stjörnunnar var frábær og Florentina Stanciu naut sín í markinu. Valur átti samt sína kafla í leiknum. Vörnin var á köflum góð og framliggjandi vörnin sem liðið fór í eftir að Stjarnan náði sex marka forystu snemma í seinni hálfleik, var mjög öflug. Valur varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik þegar Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skaddaðist á hásin og kom ekki meira við sögu. Ekki bætti úr skák þegar Rebekka Rut Skúladóttir snéri sig á ökkla um miðbik seinni hálfleiks. Það þýddi að Valur þurfti að færa vörnina aftar en sóknarleikur Stjörnunnar var farinn að hiksta verulega. Rebekka jafnaði sig og kom aftur inn þegar fimm mínútur voru til leiksloka og Valur gerði loka tilraun til að fá eitthvað út úr leiknum. Segja má að tapaðir boltar hafi farið illa með Val í leiknum og einn slíkur þegar liðið hafði náð að minnka muninn í þrjú mörk og þrjár mínútur voru eftir, gerði Val erfitt fyrir en liðið náði þó að minnka muninn í eitt mark þegar hálf mínúta var eftir en það var of lítið og of seint því Helena Örvarsdóttir gerði út um leikinn þegar skammt var eftir. Stjarnan leiðir einvígið 1-0 en annar leikur liðanna verður leikinn í Vodafone höllinni að Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Jóna Margrét: Gerðum þetta óþarflega spennandi„Við fórum að bakka í staðin fyrir að halda línunum okkar og fórum að hægja á leiknum sem er ekki gott fyrir okkur,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir sem fór fyrir Stjörnunni í sóknarleiknum í dag um síðustu mínútur leiksins í kvöld. „Við lokuðum fyrri hálfleiknum ágætlega og byrjuðum seinni vel. Svo fórum við að hægja á leiknum og þá fóru þær að saxa á og við gerðum þetta óþarflega spennandi í restina. „Maður þarf að klára þetta með stæl. Þetta er síðasta tímabilið og vonandi nær maður að gefa allt í þessa síðustu leiki,“ sagði Jóna sem fór mikinn í upphafi og var sá sóknarmaður Stjörnunnar sem reyndi hvað mest enda tók hún yfir 20 skot í leiknum. „Varnarleikur var mjög góður þangað til við fórum að bakka í restina. Það kemur aftur upp og vonandii höldum við þessu. „Þetta er bara 1-0 og er rétt að byrja. Við þurfum að halda okkar baráttu og gleði og vonandi lendir þetta réttum megin,“ sagði Jóna. Anna Úrsúla: Eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn„Það dugar ekki að hrökkva í gang þegar það eru tíu mínútur eftir af leiknum. Sannarlega á maður ekki möguleika á að vinna dollu þannig,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir línumaður Vals og varnartröll í kvöld. „Það er eins gott að það sé stutt í næsta leik svo við getum hysjað upp um okkur buxurnar. Annars eigum við þetta ekkert skilið. „Við náum ekki að nýta okkur okkar styrkleika sem er vörn og hraðaupphlaup. Það kom ekki fyrr en í lokin. Það þarf að vera 100% allan leikinn til að vinna Stjörnuna. „Sóknarleikurinn var vandræðalegur. Það var eins og við værum ekki tilbúnar í leikinn. Allar sem ein og það er eitthvað sem við þurfum að slípa fyrir næsta leik. „Þegar maður er með svona marga tæknifeila þá er það svo lýjandi. Það gengur ekkert upp. Þetta þurfum við að fara yfir og laga fyrir næsta leik,“ sagði Anna Úrsúla en þrátt fyrir öll þessi vandræði var Valur ekki langt frá því að koma þessum leik í framlengingu og smá heppni í lokin hefði geta gjörbreytt stöðunni. „Maður verður að vera bjartsýnn og skoða betur þessar síðustu tíu mínútur og taka það með okkur í næsta leik. Þá eigum við kannski séns.“Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira