Fótbolti

Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Þær eru mjög sterkar í skyndisóknum og nýttu sér það í dag og skoruðu þrjú mörk. Þær áttu skilið að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, um Sviss sem vann Ísland, 3-0, í undankeppni HM í kvöld.

Sara ræddi við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ, eftir leikinn en hvað var það sem fyrirliðinn vildi sjá betra hjá íslenska liðinu?

„Kannski betri ákvarðanir á síðasta þriðjungi og að skora mark. Ef við hefðum sett mark í leikinn í stöðunni eitt eða tvö núll hefðum við getað jafnað eða unnið. En við þurfum bara að fara erfiðu leiðina,“ sagði Sara.

Ísland á nú nánast enga möguleika á efsta sæti riðilsins og verður að taka stefnuna á annað sætið. Keppt er í sjö riðlum og fara fjögur bestu liðin í öðru sæti riðlanna í umspil um eitt laust sæti á HM.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Stelpurnar töpuðu 0-3 út í Sviss

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 3-0 á móti sterku liði Svisslendinga í Nyon í Sviss í kvöld í undankeppni HM. Svissneska liðið er í frábærri stöðu á toppi riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×