Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 13:38 Guðni Ágústsson, sem varð 65 ára fyrr í þessum mánuði, liggur enn undir feldi. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira