Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 13:38 Guðni Ágústsson, sem varð 65 ára fyrr í þessum mánuði, liggur enn undir feldi. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira