Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 16-19 | Stjarnan í lykilstöðu Dröfn Sæmundsdóttir í Hertz-höllinni skrifar 25. apríl 2014 13:59 Vísir/Stefán Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira