Lagasetning leysir ekki deiluna Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. apríl 2014 21:25 Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall. Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Flugmálastarfsmenn um land allt felldu niður störf í morgun í fimm klukkustundir. Tæp vika er í að allsherjarverkfall skelli á og engin lausn virðist í sjónmáli. Ríkisstjórn hefur ekki rætt hugsanlega lagasetningu á verkfallið. Flugmálastarfsmenn lögðu niður störf klukkan fjögur í morgun og stóð verkfallið yfir í fimm klukkustundir með tilheyrandi raski á flugi til og frá landinu. Þetta er þriðja skammtímaverkfallið í apríl en boðað hefur verið til allsherjaverkfalls næstkomandi miðvikudag takist ekki samningar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þá hefur ekki hefur komið til umræðu í ríkisstjórn að setja lög á verkfall flugmálastarfsmanna líkt og gert var í verkfalli starfsmanna Herjólfs í byrjun mánaðarins. Vel er hins vegar fylgst með málinu í innanríkisráðuneytinu sem fer með samgöngumál. Formaður félags flugmálastarfsmanna varar við lagasetningu og segir hana enga lausn. „Er virkilega svo komið að menn leysa vinnudeilur með lagasetningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður FFR. „Ég trúi því ekki að þingmenn suðurkjördæmis láti það óátalið að svona stór hópur, á stærsta vinnustað kjördæmisins, einum stærsta vinnustað landsins, geti ekki sótt sér kjarabætur á löglegan hátt með eðlilegum kröfum án þess að það þurfi að koma til lagasetningar.“ Flugmálastarfsmenn höfnuðu samningstilboði Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag og var gert hlé á viðræðum í kjölfarið. Ríkissáttasemjari hefur boðað samningaðila til fundar síðdegis á sunnudag en þá verða þrír dagar í boðað allsherjarverkfall.
Fréttir Tengdar fréttir Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00 SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43 „Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðarlaun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. 25. apríl 2014 07:00
SA segja flumálastarfsmenn fara fram á 25,6 prósenta hækkun Viðræðum hefur verið frestað og vinnustöðvun verður á Keflavíkurflugvelli á morgun. 24. apríl 2014 13:43
„Óásættanlegt að samgöngum sé stefnt í voða“ Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða flugvallarstarfsmanna Isavia í fréttatilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér. 25. apríl 2014 20:39