NBA í nótt - Chicago og Houston enn á lífi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 10:51 Patrick Beverley og James Harden fagna liðsfélaga sínum, Troy Daniels, eftir að hann skoraði sigurkörfu Houston gegn Portland í nótt. Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt, einn í Vesturdeild og tveir í Austurdeild. Houston Rockets minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu gegn Portland Trail Blazers með fimm stiga útisigri, 121-116, eftir framlengdan leik. James Harden var stigahæstur í liði Houston með 37 stig, en hann tók einnig níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwight Howard kom næstur með 24 stig og tók 14 fráköst, en Houston fékk einnig mikilvægt framlag frá nýliðanum Troy Daniels sem skoraði gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu í framlengingunni sem breytti stöðunni úr 116-116 í 119-116 þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum.Damian Lillard var atkvæðamestur Portland-manna með 30 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Frakkinn Nicolas Batum með 26 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar, en LaMarcus Aldrigde, sem skoraði 46 og 43 stig í fyrstu tveimur leikjunum, hafði hægar um sig í nótt og endaði leikinn með 23 stig og tíu fráköst. Chicago Bulls minnkaði sömuleiðis muninn í 2-1 gegn Washington Wizards með þriggja stiga sigri, 100-97, í höfuðborginni. Mike Dunleavy jr. var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig, en hann hitti úr átta af þeim tíu þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum. Jimmy Butler kom næstur með 15 stig, en Brasilíumanninum Nene í liði Washington var vísað af leikvelli snemma í fjórða leikhluta eftir viðskipti sín við Butler. Bradley Beal var atkvæðamestur Washington-manna með 25 stig (þar af 13 í lokaleikhlutanum) og John Wall kom næstur með 23 stig og sjö stoðsendingar. Jason Kidd og lærisveinar hans í Brooklyn Nets tóku forystuna í rimmunni við Toronto Raptors með 102-98 sigri á heimavelli sínum, Barclays Center. Joe Johnson skoraði mest í liði Brooklyn, eða 29 stig, en næstur kom leikstjórnandinn Deron Williams með 22 stig og átta stoðsendingar. Hjá gestunum skoraði Demar DeRozan 30 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Patrick Patterson skilaði 17 stigum og Kyle Lowry 15. NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt, einn í Vesturdeild og tveir í Austurdeild. Houston Rockets minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu gegn Portland Trail Blazers með fimm stiga útisigri, 121-116, eftir framlengdan leik. James Harden var stigahæstur í liði Houston með 37 stig, en hann tók einnig níu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwight Howard kom næstur með 24 stig og tók 14 fráköst, en Houston fékk einnig mikilvægt framlag frá nýliðanum Troy Daniels sem skoraði gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu í framlengingunni sem breytti stöðunni úr 116-116 í 119-116 þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum.Damian Lillard var atkvæðamestur Portland-manna með 30 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Næstur kom Frakkinn Nicolas Batum með 26 stig, níu fráköst og fimm stoðsendingar, en LaMarcus Aldrigde, sem skoraði 46 og 43 stig í fyrstu tveimur leikjunum, hafði hægar um sig í nótt og endaði leikinn með 23 stig og tíu fráköst. Chicago Bulls minnkaði sömuleiðis muninn í 2-1 gegn Washington Wizards með þriggja stiga sigri, 100-97, í höfuðborginni. Mike Dunleavy jr. var stigahæstur í liði Chicago með 35 stig, en hann hitti úr átta af þeim tíu þriggja stiga skotum sem hann tók í leiknum. Jimmy Butler kom næstur með 15 stig, en Brasilíumanninum Nene í liði Washington var vísað af leikvelli snemma í fjórða leikhluta eftir viðskipti sín við Butler. Bradley Beal var atkvæðamestur Washington-manna með 25 stig (þar af 13 í lokaleikhlutanum) og John Wall kom næstur með 23 stig og sjö stoðsendingar. Jason Kidd og lærisveinar hans í Brooklyn Nets tóku forystuna í rimmunni við Toronto Raptors með 102-98 sigri á heimavelli sínum, Barclays Center. Joe Johnson skoraði mest í liði Brooklyn, eða 29 stig, en næstur kom leikstjórnandinn Deron Williams með 22 stig og átta stoðsendingar. Hjá gestunum skoraði Demar DeRozan 30 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar og Patrick Patterson skilaði 17 stigum og Kyle Lowry 15.
NBA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira