Rasistinn verður neyddur til að selja Clippers Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 22:30 Donald Sterling er búinn að vera. Vísir/Getty Adam Silver, nýr framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfubolta, tók máli DonaldsSterlings, eiganda Los Angeles Clippers, engum vettlingatökum en hann hélt þrumuræðu á blaðamannafundi í dag. Silver úrskurðaði Sterling í ævilangt bann við afskiptum af NBA-deildinni vegna þeirra ummæla sem hann lét falla um minnihlutahópa, þá sérstaklega þeldökkt fólk, í samtali við kærustu sína. Slúðurvefsíðan TMZ komst yfir upptökuna og birti hana um helgina en Sterling talaði þar m.a. um að hann vildi ekki að kærastan sín umgengist svart fólk og hún mætti alls ekki koma með það á leiki liðsins. Sterling verður lagður í útlegð frá NBA-deildinni en hann má aldrei framar mæta á leiki í deildinni, ekki mæta á æfingu hjá neinu liði og ekki vera nálægt skrifstofu Clippers-liðsins né annarra félaga. Hann má heldur ekki taka neinar viðskiptalegar ákvarðanir hjá Clippers né hafa áhrif á leikmannamál félagsins. Adam Silver sagðist ætla hvetja aðra eigendur í deildinni til að neyða Sterling til að selja félagið og sjálfur mun hann gera allt sem í sínu valdi stendur þannig að svo verði. Að auki var hann sektaður um 2,5 milljónir dala, hámarkssekt í NBA. Eins og greint var frá í gær þá hafa margir af stærstu styrktaraðilum Clippers yfirgefið félagið vegna ummælanna en enginn vill láta bendla sig við Donald Sterling í dag. NBA Tengdar fréttir Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30 Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Adam Silver, nýr framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfubolta, tók máli DonaldsSterlings, eiganda Los Angeles Clippers, engum vettlingatökum en hann hélt þrumuræðu á blaðamannafundi í dag. Silver úrskurðaði Sterling í ævilangt bann við afskiptum af NBA-deildinni vegna þeirra ummæla sem hann lét falla um minnihlutahópa, þá sérstaklega þeldökkt fólk, í samtali við kærustu sína. Slúðurvefsíðan TMZ komst yfir upptökuna og birti hana um helgina en Sterling talaði þar m.a. um að hann vildi ekki að kærastan sín umgengist svart fólk og hún mætti alls ekki koma með það á leiki liðsins. Sterling verður lagður í útlegð frá NBA-deildinni en hann má aldrei framar mæta á leiki í deildinni, ekki mæta á æfingu hjá neinu liði og ekki vera nálægt skrifstofu Clippers-liðsins né annarra félaga. Hann má heldur ekki taka neinar viðskiptalegar ákvarðanir hjá Clippers né hafa áhrif á leikmannamál félagsins. Adam Silver sagðist ætla hvetja aðra eigendur í deildinni til að neyða Sterling til að selja félagið og sjálfur mun hann gera allt sem í sínu valdi stendur þannig að svo verði. Að auki var hann sektaður um 2,5 milljónir dala, hámarkssekt í NBA. Eins og greint var frá í gær þá hafa margir af stærstu styrktaraðilum Clippers yfirgefið félagið vegna ummælanna en enginn vill láta bendla sig við Donald Sterling í dag.
NBA Tengdar fréttir Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30 Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Styrktaðilar flýja frá Clippers vegna rasisma eigandans Donald Sterling, eigandi Los Angeles Clippers, og félagið sjálft eru í miklum vandræðum vegna ummæla hans um hörundsdökka menn. Hann vill t.a.m. ekki sjá Magic Johnson á leikjum liðsins. 28. apríl 2014 23:30
Leikmenn Clippers mótmæltu hegðun eiganda félagsins Það er búið að vera mikið fjölmiðlafár í Bandaríkjunum síðustu daga eftir að eigandi NBA-liðsins LA Clippers, Donald Sterling, varð uppvís að kynþáttaníði. 28. apríl 2014 10:30