Fótbolti

Ísland niður um sex sæti á nýjum FIFA-lista

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Byrjunarliðið gegn Wales.
Byrjunarliðið gegn Wales. Vísir/Getty
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 58. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun en strákarnir okkar falla niður um sex sæti.

Ísland hefur spilað tvo vináttulandsleiki á árinu. Þann fyrri í janúar gegn Svíþjóð sem tapaðist, 2-0, og sá síðari tapaðist einnig gegn Wales ytra, 3-1.

Norðmenn eru aftur komnir yfir okkur Íslendinga en þeir fara upp um eitt sæti og eru í 56. sæti á nýja listanum ásamt Suður-Kóreru. Þegar litið er á Evrópulistann er Ísland í 31. sæti.

Austurríki, sem Ísland mætir í vináttulandsleik í maí, er í 40. sæti en Wales fer upp um tvö sæti eftir sigurinn á Íslandi í mars og er í 47. sæti listans.

Spánn er áfram í efsta sæti og Þjóðverjar í öðru sæti en Portúgal fer upp um eitt sæti og er nú í því þriðja. Þar á eftir koma Kólumbía, Úrúgvæ og Argentína sem fellur niður um þrjú sæti.

England er í 11. sæti, Belgar falla niður í 13. sæti og Danir eru efstir Norðurlandaþjóðanna í 23. sæti.

Hér má sjá allan listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×