Gísli Marteinn kominn inn í Harvard Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2014 18:17 Gísli Marteinn Baldursson. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi." Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson er kominn inn í nám við bandaríska háskólann Harvard í Boston. „Ég var að frá bréf frá Harvard háskóla þar sem mér er tilkynnt að ég hafi komist inn í alveg frábært nám í skólanum sem ég hef þráð að komast í lengi,“ segir Gísli Marteinn í fréttabréfi sem hann sendir frá sér. Gísli segist vera svo glaður að hann geti næstum grátið eins og Tóbías í turninum gamla. „Þetta er eins árs prógramm í öllu því sem tengist borgum, uppbyggingu þeirra og þróun og er undir arkitekta- og hönnunarskólanum þeirra. Þetta er svokallað „fellowship“ fyrir fólk sem hefur reynslu af því að vinna í borgarmálum og endar ekki með neinni gráðu.“ Skólinn velur á hverju ári 10 manns inn í þetta nám. „Við setjum stundatöflurnar okkar saman sjálf í samráði við prófessorana og getum valið hvaða kúrsa sem við viljum í skólanum. Við erum líka hvött til að taka góðan tíma í að lesa og hugsa og ég ætla sjálfur að nota tímann til að skrifa um Reykjavík og spá í framtíð hennar. Þetta er náttúrulega sjúklega spennandi og ég hlakka mikið til.“ Gísli segir að hann fari út ásamt allri fjölskyldunni, nema hundinum Tinna, hann verði eftir. „Stelpurnar fara í skóla úti og við munum búa inni á Harvard svæðinu í Cambridge sem er einskonar úthverfi Boston. Það verður gaman fyrir okkur öll að kynnast nýrri borg og læra nýja siði.“ Gísli segist fara í leyfi frá störfum sínum í sjónvarpinu í haust, en vinni í verkefnum þangað til. „Svo sný ég aftur á þennan frábæra vinnustað næsta sumar. Þegar ég samdi við sjónvarpið í haust, var það hluti af ráðningunni að ef ég kæmist inn í þetta nám, fengi ég árs leyfi."
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira